Wednesday, May 30, 2007

Heima

Það er gott að vera komin heim, þó ég sé nú að fara aftur út á morgun.
Ég er búin að sinna skyldum mínum sem ferðalangur og heilsa upp á samstarfsfólkið á RÚV, fá mér pylsu og kókómjólk í sjoppu, drekka mikið íslenskt vatn, pakka upp úr töskunum (og reyndar niður í eina aftur) og vera bara heima að snúllast.
Það sem kemur mér mest á óvart er hversu erfitt það er að venja sig af því að henda notuðum handklæðum á baðherbergisgólfið, búa sjálf um rúmið og að íslenskar klósettskálar séu beinar niður, en ekki með flata skál eins og tíðkast í Ameríkunni.

Síðustu dagana hefur maður líka verið að melta þessa stórkostlegu ferð, og það fer fiðringur um mann þegar maður hugsar til þess að þetta sé bara byrjunin.

Sylvía á heiðurinn af mynd ferðarinnar:


Hér má sjá okkur flytja "I Miss You" núna á laugardaginn á Sasquatch festivalinu


Góðar stundir,
Valdís

Monday, May 28, 2007

Ferðalok

Nú er fyrsti túrinn á enda.
Ég verð nú ekkert svo lengi heima, einungis í 3 daga, af því að næstkomandi fimmtudag fer ég í helgarferð til Kaupmannahafnar.
Daginn eftir það fer ég til Lon og Don að spila í Jools Holland sjónvarpsþættinum, þar sem enginn annar en Paul McCartney er aðalgestur.
Ef ég hitti goðið væri sniðugt að segja við hann: "Hey Jude, yesterday it was a hard days night. Because I wanna hold your hand when you´re sixty-four".
En síðan tekur við ca. 2 vikna frí áður en við höldum af stað í 5 vikna túr um Evrópu. Það má því segja að það sé allt að gjörast.

Við spiluðum á Sasquatch-hátíðinni á laugardaginn.
Búningsherbergið okkar var staðsett beint fyrir aftan aðalsviðið og fengum við stemmninguna beint í æð þegar Manu Chao og vinir okkar í Arcade Fire spiluðu.
Það var ansi mikið stuð að spila á hátíðinni, við misstum okkur gjörsamlega í lokalögunum með þeim afleiðingum að fáninn minn lenti í andlitinu á Sylvíu, og nokkur statív og míkrafónn enduðu lárétt á gólfinu.

Monday, May 21, 2007

Rock the boat

Í dag vorum við í Eugene, Oregon.
Í stað þess að eyða deginum uppá hótelherbergi eða í Macy´s var farin hópferð í alvöru River-rafting í McKenzie-ánni.
Það var frekar mikið fjör í fallegu umhverfi en umhverfis ánna var skógur og þar mátti sjá rómantísk sumarhús.

Hér er Podcast-viðtal við Brynju túbu, Sigrúnu básúnu og Hörpu básúnu.
Takið eftir myndbrotinu af okkur á ca 3:20. Getur einhver sagt mér hvað ég var eiginlega að pæla?

Sunday, May 20, 2007

Túri-búri

Nú er einungis rúm vika eftir af fyrsta túrnum og tvennir tónleikar.
Þrátt fyrir að oft á tíðum hugsi maður heim í heiðardalinn hefur ferðalag okkar einkennst af almennilegheitum, frábæru starfsliði í kringum allt þetta stóra batterí, húmor og miklu stuði.
Eftir að við fórum í rúturnar hefur tíminn verið ansi fljótur að líða, maður veit ekki fyrr en maður er kominn þvert yfir Ameríku á nokkrum dögum og það er ósjaldan sem maður hefur spurt sig síðustu daga: Á hvaða hæð er aftur hótelherbergið? Hvert förum við á morgun? Hvernig komst ég hingað? Hvar er ég? Hver er ég?
En annars gengur allt í haginn, við vorum að enda við að klára tónleika í Shoreline Amphitheatre, San Fransisco.
Þetta voru fyrstu tónleikarnir þar sem ég var nánast ekkert stressuð. En það getur stafað af því að við erum búin að spila að meðaltali á þrennum tónleikum í viku, og erum að verða heldur sjóuð í því.

Einar Örn mundar lúðurinn


Shoreline Amphitheatre


Svo var farið í Twister


Sigrún er ansi liðug


Við fögnuðum nýjum búningum


Litla górillan

Saturday, May 19, 2007

Reno og San Fransisco

Í fyrradag vorum við í Reno, á mjög fyndnu hóteli sem er risastórt spilavíti.
Þar var allt krökkt af Könum í base-lituðum fötum, sem voru mættir til þess eins að eyða peningum sem þeir vissu ekki hvað þeir ættu annars að gera við.
Mér finnst alveg ágætt að við dvöldum þar einungis í eina nótt.
Í gærmorgun vöknuðum við Sylvía kl 08:56 sem væri ekki í frásögu færandi ef rúturnar hefðu ekki átt að leggja stundvíslega af stað kl. 09:00. Við vöknuðum því upp með látum og pökkuðum niður á handahlaupum.
Í gær eyddum við svo deginum í San Fransisco sem var afar indælt, og get ég ekki annað en mælt með þeirri borg.

Í spilavítinu mátti finna minnsta rúllustiga í heimi


Fyrir þá sem vilja spara sér tíma






Svona er stemmarinn hér í San Fran



Í kvöld eru svo væntanlega trylltir tónleikar hér í San Fran í Shoreline Amphitheatre þar sem engir aðrir en Joanna Newsom og Ghostigital hita upp. Jibbí!

Wednesday, May 16, 2007

Red Rocks Amphitheatre

Nú er ég stödd í Salt Lake City í Utah, en í gær voru magnaðir tónleikar í Red Rocks Amphitheatre í Denver.
Að mínu mati voru þetta bestu tónleikar okkar til þessa, og ætlaði allt um koll að keyra þegar við fluttum í fyrsta skiptið stuðlagið: “I Miss You”.
Red Rocks Amphitheatre er stór tónleikastaður sem er staðsettur utandyra, nánar tiltekið í rauðum kletti, og sitja því áhorfendur fyrir ofan sviðið.

Áhorfendasætin eru þónokkur


Áhorfendapallarnir séðir frá mínu sjónarhorni


Stuð í hljóðprufu


Það er magnað að standa efst í áhorfendastúkunni


Sumir voru meira smart en aðrir


Red Rocks Diet-Coke daman

Sunday, May 13, 2007

Daglegt rútu-amstur

Að mínu mati er þægilegur ferðamáti að ferðast um í svefnrútu.
Í stað þess að vera að dröslast um á flóknum amerískum flugvöllum annan hvern dag, leggst maður til hvílu á skikkanlegum háttatíma og er kominn á næsta áfangastað þegar maður vaknar.
Á fimmtudaginn sofanði ég í New York og vaknaði í Cleveland, á föstudaginn sofnaði ég í Cleveland og vaknaði í Chicago, og í gærkvöldi sofnaði ég í Chicago en vaknaði í Omaha, Nebraska.
Á daginn fáum við afnot af fínum hótelherbergjum, svo við getum farið í sturtu, æft okkur, hlaðið batteríin og gert jóga-æfingar.

Í gærkvöldi spiluðum við í The Auditorium Theatre í Chicago. Það gekk allt saman vel og var mikið stuð á eftir.

Það var svona mikið fjör í Chicago


Björk hljóp í skarðið fyrir 2.trompet


Það er allt að gerast hér í Omaha


Thursday, May 10, 2007

On the road again

Nú er 12 daga dvöl okkar í New York á enda, og er nú tekinn við annar kafli ferðalagsins sem er alvöru hljómsveitarútuferð þvert yfir Ameríku.
Hópurinn hefur nú byrgt sig vel upp af allskyns hlutum til afþreyingar, svo sem Tetris-leikjatölvum, Apolló lakkrís, snúningsspilinu Twister, DVD myndum, dömubindum og taktmælum.
Næstu 2 vikurnar eða svo munum við eyða mestum tíma í lúxus-rútunni, en brassstelpurútan okkar heitir "Whole lotta Horns".
Það gilda skýrar reglur á ferðalögum í rútunni.
Í fyrsta lagi verða allir að vera sjúklega hressir og kátir, og í öðru lagi er stanglega bannað að gera númer tvö. Ef svo illa vill til að einhverjum verði mál, þarf viðkomandi að hóa í rútubílstjórann Tony og biðja hann um að stansa sem snöggvast.
Lúxus-rútan ber svo sannarlega nafn með rentu, en í henni má finna 12 kósý kojurúm með sjónvarpi í hverju rúmi, eldhús, vírlaust internet, partýpláss með sjónvarpi og DVD-tæki, og fleira.

En hvað vorum við eiginlega að pæla í Apollo-eftirpartýinu?




Ég elska þennan gaur


Rútumyndir


Tony og Peter


Tuesday, May 8, 2007

Arcade Fire

Í gær var okkur boðið af umboðsaðilum Bjarkar á tónleika með Arcade Fire.
Við skveruðum okkur því í Rock-chick-gallana okkar og héldum sem leið lá í næstu neðanjarðarlest.
Tónleikarnir voru í The United Palace Theatre, á sama stað og við spiluðum s.l. laugardag.
Þetta voru stuðtónleikar, hins vegar þótti okkur sérstakt að horfa á tónleika á sviði sem við stóðum sjálfar á tveimur dögum áður.
Arcade Fire voru afbragðsfín, þau voru ansi lífleg á sviðinu, og ekki var þurr blettur á skyrtu aðalsöngvarans undir lok tónleikanna.
Þótti mér einkennandi við flutning hljómsveitarinnar hversu mikið þau skiptust á að spila á hin ýmsu hljóðfæri.
Til að mynda voru tveir blásarar með þeim sem spiluðu báðir á franskt horn, Flugelhorn, trompet, klarínettur, bassasaxófónn, saxófónn, es horn og fleira. Það væri nú ekki verra að vera jafn fjölhæf á blásturshljóðfæri.
Hljómsveitin býr yfir gífurlega miklu úthaldi, en þau spila að jafnaði fjóra tónleika í röð, og fá svo kannski einn frídag á milli, meðan við spilum í mesta lagi á þrennum tónleikum í viku, og fáum minnst tveggja daga frí á milli.

Ég stalst til að taka nokkrar myndir úr fókus:






Aðalsöngvarinn að crowd-surfa


Í gær var aðeins verslað


Ég rakst á Tapas-bar sem bar hið girnilega nafn Kunta


Svo eru það bara tónleikar í Apollo Theatre í Harlem á eftir og útgáfuteiti. Jibbí.

Sunday, May 6, 2007

The United Palace Theatre

Í gær voru þrusu tónleikar í The United Palace Theatre, sem er leikhús og einnig kirkja á helgidögum.
Myndirnar tala sínu máli.

Krúttlegi túra-trukkurinn
Image and video hosting by TinyPic

Beðið eftir hljóðprufu
Image and video hosting by TinyPic

Með ómþór í eyra
Image and video hosting by TinyPic

United Palace stúkan
Image and video hosting by TinyPic

Fagri salurinn
Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Ég og Særún nýmálaðar
Image and video hosting by TinyPic

Allir í stuði eftir tónleikana
Image and video hosting by TinyPic

Fjör með hinum sæta Anthony Hegarty
Image and video hosting by TinyPic

Mark Bell og Særún vildu vera í stíl
Image and video hosting by TinyPic

Mikið gaman, mikið grín
Image and video hosting by TinyPic

Saturday, May 5, 2007

New York dvöl

Á fimmtudagskvöldið fórum við á hiphop tónleika með rappsveitinni Dalek. Raunar náðum við einungis hálfu lagi, þar sem lögreglan mætti með vasaljós og læti og stöðvaði gleðskapinn.
Við létum þessi tónleikavonbrigði ekki á okkur fá, heldur fórum á fyndinn kínverskan karókíbar í Chinatown.
Regla staðarins var einföld: “minimum 2 drinks during karokee”, og þrátt fyrir að vera í krefjandi vinnuferð, sá ég mér ekki annað fært en að hlýða reglu hússins.
Áður en ég vissi af vorum við Særún komnar með míkrafón í hönd og fluttum Van Morrison slagarann “Moondance”.
Þótti okkur tóntegund lagsins vera heldur í lægri kantinum fyrir tvítugar ungmeyjar, og lögðum því mikla áherslu á töfrandi danshreyfingar.
Eftir lagið kom amerísk dama til okkar til þess að þakka fyrir sönginn og sagði að við hefðum minnt hana á enga aðra en Lisu Ekdahl.

Nú eftir skamma stund spilum við á stórtónleikum í The United Palace Theatre. Tónleikarnir verða sendir út beint á netinu ef einhver hefur minnsta áhuga. Slóðin er:
http://www.npr.org/templates/story/story.php?storyId=9872952
Konono #1 byrja að hita upp klukkan átta, en við förum á svið skömmu eftir klukkan níu í kvöld, sem ætti að vera eitt eftir miðnætti á íslenskum tíma.

Krúttleg piknik-ferð í Central Park
Image and video hosting by TinyPic

Fjör í kínversku karókí
Image and video hosting by TinyPic

Særún velur réttu slagarana
Image and video hosting by TinyPic

Helga og Ragga slógu í gegn
Image and video hosting by TinyPic

við hittum Naked Cowboy, hann var hress
Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic