Saturday, March 31, 2007

Myndataka

Hérna má sjá frá því þegar við fórum í ljósmyndatöku fyrir túrinn. En dömurnar í Gjörningaklúbbunum voru búnar að sauma á okkur magnaðan 10 manna kjól.


Image and video hosting by TinyPic
skondin stígvél

Image and video hosting by TinyPic
Særún, Sigrún, Björk og ég vöknuðum allar með eins koddafar á enninu

Image and video hosting by TinyPic
slegið á létta strengi

Image and video hosting by TinyPic
ég, Særún, Björk og Erla

Image and video hosting by TinyPic
stelpurnar að koma sér í kjólinn

Svo eru hérna myndir af brassæfingu í Seglagerðinni Ægi:

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Saturday, March 17, 2007

Fyrstu tónleikarnir

Þá er komið að því.
Fyrstu tónleikar voltabandsins verða í Laugardalshöll 9. apríl. Það verður væntanlega mikið stuð og hvet ég alla sem hafa áhuga á að kíkja við, því ekki er víst að Björk muni aftur halda stórtónleika á Íslandi á næstu mánuðum.
En fyrsta eiginlega giggið verður á styrktartónleikum FORMA á Nasa þann 1. apríl. Þá flytur Björk 2 lög einungis með okkur brass-stelpunum. Hætt er við að minni muni verða ómótt af stressi fyrir þann konsert, en annars erum við (ég og lúðurinn) að verða ansi lipur af miklum æfingatörnum þessa dagana:

Image and video hosting by TinyPic

Monday, March 12, 2007

Æfingamyndir úr Tónlistarþróunarmiðstöðinni

Image and video hosting by TinyPic



Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic
Matt útsetjari er mikill grínari

Image and video hosting by TinyPic
Særún er líka mikill grínari

Wednesday, March 7, 2007

Fregnir

Jæja, nú fer óðum að styttast í túrinn góða, en samkvæmt nýjasta plani höldum við til Ameríku þann 18 apríl, og munum túra í rúmar 5 vikur .
Æfingar hjá okku brasspíunum með Matt útsetjara hófust á mánudaginn var, og ganga þær þrusuvel að mínu mati þrátt fyrir nokkur eymsli í öxlum og baki hjá minni eftir mikið spilerí.
Við æfum samtals í tvær vikur með honum, en síðan taka við þrjár vikur með restinni af bandinu og Björk.
Það fer ekki hjá því að það er kominn ansi mikill ferðahugur í mannskapinn, en meira um framvindu mála síðar

Valdís