Sunday, August 26, 2007

Til gamans

Hér að neðan má sjá myndskeið sem Jónas tók af okkur marsera við "Brennið þið vitar" á fimmtudaginn var.

Friday, August 24, 2007

Sviðsmyndir

Í gær voru seinni tónleikar okkar í Arenunni í Nimes.
Þeir voru með allt öðru sniði en tónleikarnir á þriðjudaginn, og var sú nýbreytni höfð að við brasspíurnar marseruðum inn á sviðið í upphafi tónleika, spilandi “Brennið þið vitar”.
Ég held það gerist ekki þjóðlegra.

Brynja og Arenan


M.I.A. litla hitaði aftur upp




Ég gerðist svo kræf að taka myndavélina með upp á sviðið og má sjá afraksturinn hér að neðan:



Ekki voru allir jafn stressaðir




Stelpurnar voru í neonstuði


Salurinn þegar sviðið ljómaði af eldglæringum


Jónas og Björk flytja Vökuró

Wednesday, August 22, 2007

Arenan í Nimes, Frakklandi

Í gærkveldi hófst þriðji hluti heimstúrsins með tónleikum í gömlu hringleikjahúsi í Nimes í Frakklandi.
Það var hin pena M.I.A. sem hitaði liðið upp, en henni hefur heldur betur tekist vel til því að þegar kom að okkur var stemmarinn þvílíkur að lætin í áhorfendunum minntu einna helst á fótboltaleik, og mátti sjá ófáar bylgjur bylgjast meðal áhorfendurna.
Á morgun verða aftur tónleikar á sama stað á sama tíma.
Annars er allt gott að frétta, og má segja að framundan sé mikið spilerí og mikil gleði.

Gengið inn í Arenuna




Allir í stöði


Svona notar Damian Reactable í miklum hita
A


B


C


Það er alltaf allt að gerast baksviðs


Andrea bauð uppá karla-farða




Ég er heldur sátt við útsýnið út um hótelherbergisgluggann minn

Tuesday, August 14, 2007

Á túr í þriðja sinn

Á sunnudaginn kemur höldum við enn og aftur út á galeiðuna.
Það verður komið víða við á þessum 6 vikna túr.
Við byrjum í Frakklandi og þaðan liggur leiðin til Englands, Írlands og Skotlands.
Eftir það förum við til Kanada, síðan verður túrað um USA, aftur til Kanada og endum við í hinni óborganlegu New York.

Smá auka auka:
Annars vegar er hér mynd sem Brantley, ljósmyndarinn knái, tók á Coachella. Ég tek það fram að á henni má einungis finna 9/10 hluta brassgengisins.



Hins vegar má sjá eina af fjölmörgu myndum sem stelpurnar í Gjörningaklúbbnum tóku snemmendis í vor.

Friday, August 10, 2007

Ljósmyndataka við Kleifarvatn

Á fimmtudaginn var fórum við í ljósmyndatöku fyrir fremur þekkt erlent tónlistartímarit.
Myndatakan fór fram við Kleifarvatn og ekki lét íslenska veðurblíðan sjá sig.
Um leið og við mættum á svæðið kom smá skúr, á meðan við vorum sminkaðar var rigning og þegar við fórum í búningana var komin hellidemba og rok.
Eftir fyrstu tökuna mátti sjá maskara niður á kinnar og fallegu búningana okkar útataða í blautum sandi.
Þrátt fyrir veðurofsann var þetta nú samt ansi skemmtileg og sérstök lífsreynsla, þó svo að ég held að við verðum nú ekki beint sætar á þessum myndum með rok og rigningu beint í andlitinu.
Sökum þess að myndatakan ku vera ansi "exclusive" mun ég ekki birta myndir frá þessum degi.

Annars styttist í Túr#3, en við förum aftur út sunnudaginn 19. ágúst.
Fyrir mína parta er ég að verða ansi spennt fyrir komandi giggum.

Kv. Valdís

Wednesday, August 1, 2007

Wonderbrass og Arcade Fire

Ef vel er að gáð má sjá okkur spila með líflega fólkinu í Arcade Fire.