Á fimmtudaginn var fórum við í ljósmyndatöku fyrir fremur þekkt erlent tónlistartímarit.
Myndatakan fór fram við Kleifarvatn og ekki lét íslenska veðurblíðan sjá sig.
Um leið og við mættum á svæðið kom smá skúr, á meðan við vorum sminkaðar var rigning og þegar við fórum í búningana var komin hellidemba og rok.
Eftir fyrstu tökuna mátti sjá maskara niður á kinnar og fallegu búningana okkar útataða í blautum sandi.
Þrátt fyrir veðurofsann var þetta nú samt ansi skemmtileg og sérstök lífsreynsla, þó svo að ég held að við verðum nú ekki beint sætar á þessum myndum með rok og rigningu beint í andlitinu.
Sökum þess að myndatakan ku vera ansi "exclusive" mun ég ekki birta myndir frá þessum degi.
Annars styttist í Túr#3, en við förum aftur út sunnudaginn 19. ágúst.
Fyrir mína parta er ég að verða ansi spennt fyrir komandi giggum.
Kv. Valdís
2 comments:
Þú manst samt eftir litla túrnum sem við ætlum að taka á lau..
ég er hrædd um það
Post a Comment