Nú erum við sumsé komin eftir langt og strangt ferðalag til Rio De Janiero í Brasilíu.
Eins og sönnum Íslendingum sæmir komum við með skítaveðrið með okkur til Rio, en það fór að rigna um svipað leyti og við lentum, og á að rigna mest allan tímann sem við dveljum hér í Rio.
Við létum veðrið þó ekki aftra okkur, heldur fórum í gær í City of God fátækrahverfið sem er í hlíðunum rétt fyrir ofan hótelið okkar.
Það var magnað að sjá hvað fólk getur gert úr litlu sem engu fjármagni, og fórum við m.a. í skóla þar sem krakkar læra dans, söng, leiklist og kvikmyndagerð.
Skólastjórinn sagði okkur að þeir sem færu ekki í skólann enduðu iðulega sem dópsalar og/eða morðingjar.
Við fórum í fylgd með Claudie sem er brasilísk og þekkir vel til í hverfinu, en hún vann m.a. við kvikmyndina City of God, og hittum við einmitt einn aðalleikara myndarinnar í listaskólanum.
Í City of God búa um 30 þús manns
Brasilískur kórsöngur
Ströndin sem tilheyrir hótelinu okkar
Fátækrahverfið fyrir ofan hótelið
En í kvöld förum við í sándtékk fyrir TIM festivalið sem er á morgun.
Það verður fjör.
No comments:
Post a Comment