Friday, November 23, 2007

Túramyndir

Fyrir áhugasama, vini og vandamenn eru afar margar myndir frá Evrópu/Ameríku túrnum langa í haust og S-Ameríku komnar inn á myndasíðuna mína

Ég vil einnig benda sama fólki á væntanlegan Bretlandstúr okkar í apríl/maí. Mér finnst tilvalið að sumir skelli sér í smá ferð út fyrir landsteinana til að fara á stuðtónleika. Það skal taka fram að mikil breyting hefur orðið á frá því í Laugardalshöll um páskana sem mátti heita generalprufa.
Maður segir bara svona.

Sunday, November 18, 2007

Túrlok

Í gærkvöldi voru lokatónleikar okkar í krúttlegri íþróttahöll hér í Bogotá.
Tónleikarnir gengu snuðrulaust fyrir sig, en reyndar áttum við nokkrar úr blásaradeildinni erfitt með andardrátt um miðbik tónleikanna sökum þess hversu hátt Bogotá liggur, en borgin ku vera í 2700 metra hæð yfir sjávarmáli.
Eftir Wanderlust og trylltan dans í Hyperballad og Pluto var maður orðinn fremur ringlaður og sá ég stjörnur.
Fengum við því að anda að okkur fersku súrefni úr súrefniskút sem var baksviðs.
Persónulega finnst mér það vera eilítið rokkstjörnulegt.

Þrátt fyrir fyrrgreint súrefnisleysi var mikil kátína í hópnum eftir lokatónleikana


Smá
Flipp

Add to My Profile | More Videos

Brynja að slaka á með súrefniskútinn góða



En nú erum við að leggja af stað í langt ferðalag heim til fagra Íslands.
Túrastandinu er þó alls ekki lokið. Langt í frá.
Eftir rúmar tvær vikur förum við aftur út og spilum í Mexíkó, LA og Las Vegas.
Eftir það fáum við gott jólafrí og um miðjan janúar höldum við til Ástralíu og Asíu.

Góðar stundir

Saturday, November 17, 2007

Kólumbía

Eftir stuttan stans og eina tónleika í Perú, erum við komin til Bogotá í Kólumbíu.
Í kvöld verða síðustu tónleikar okkar á þessum túr, og tekur við tveggja sólahringa langt ferðalag heim.
En hvað sem því líður þá eru hérna nokkrar myndir.

Í Perú gafst ekki tími til þess að fara til Inca-borgarinnar Machu Picchu, svo við létum súkkulaði-Machu Picchu duga


Á leiðinni frá Perú til Kólumbíu var fjögurra og hálfs tíma seinkun á fluginu, sem er ekki óalgengt í S-Ameríku.
Margt var til gamans gert til að drepa tímann:

Særún og Harpa fóru í flugvallarnudd


Ég fékk mér Inca-Kóla með tyggjóbragði


Sigrún skemmti okkur með bambus-saxófónleik


Í Bogotá fórum við í smá túristaleik


Við fórum á markað þar sem hlegið var að okkur sökum norræns útlits


Í fyrrakvöld fórum við á mikinn stuðstað þar sem kvöldið endar iðulega á því að allir dansa uppá borðum. Við fórum ekki varhluta af því.

Ekki vantaði skreytingarnar þar á bæ


Númi fékk óvæntan glaðning tilefni þess að hann á afmæli í janúar næstkomandi

Saturday, November 10, 2007

Að chilla í Chile

Já, titilinn hér að ofan er með sanni réttur.
Nú erum við í Santiago í Chile, hér er vorveður, fremur kalt, enda erum við í 500 metra hæð yfir sjávarmáli.
Með hverjum deginum verð ég æ þakklátari fyrir að vera ekki ljóshærð, því blondínurnar í hópnum hafa átt undir högg sækja gagnvart Chile-búum sem hrópa í sífellu að þeim ókvæðisorðum út á götu, og urðu sumar að hylja hár sitt í gærkveldi, svo mikill var ágangurinn.

En annars erum við að fara að spila á eftir á fótboltavelli fyrir 10.000 manns, það verður væntanlega feiknastuð.
Það verður samt öðruvísi en áður, Jónas verður því miður ekki með, en hann þurfti að fara heim í fyrradag vegna fjölskyldumála.

Á leiðinni til Chile flugum við yfir hin margfrægu Andes-fjöll


Finnið eina villu


Særún varð mjög hlessa yfir gjöfum frá aðdáanda


Í gærkvöldi fórum við á tónleika með trommaranum okkar, Chris Corsano.
Hann var magnaður.


Þarna munum við spila á eftir


Súkkulaðigosbrunnurinn baksviðs


Stuð í hljóðprufu


Wednesday, November 7, 2007

Stuð í Argentínu

Á sunnudaginn spiluðum við á tónleikum í Gran Rex Theatre hér í Buenos Aires. Í kvöld spilum aftur á sama stað.

Damian leikur á Reactable í hljóðprufunni
Gran Rex Theatre rúmar um 3600 manns

Eilítið stemmningsbrot af Human Behaviour æfingu
Human

Add to My Profile | More Videos

Helgi Steinar og Ástríður voru í stuði eftir tónleikana
Daginn eftir eða á mánudaginn fórum við í Palermo Soho-hverfið að kaupa okkur jólaspariskó og fórum einnig í japanskan lystigarð
Um kveldið fórum við síðan í ekta tangó-félagsheimili, þar sem fólk kemur og dansar hægan tangó eins og sjá má í myndbrotinu hér að neðan
tango

Add to My Profile | More Videos

Í gærkvöldi fórum við á alvöru argentískt steikhús
En sökum tungumálaörðuleika var steikin hennar Hörpu fremur ólystugar sauðagarnir

Sunday, November 4, 2007

Vikublogg

Nú erum við komin til Buenos Aires í Argentínu.
Það sem ég hef séð af Buenos Aires er afar snoturt, og finnst mér hótelhverfið okkar vera sambland af Kaupmannahöfn og San Fransisco, eins undarlega og það kann að vera.
Þrjár tónlistarhátíðir í Brasilíu eru að baki, en í kvöld verða fyrstu einkatónleikar okkar á þessum túr.

Í Sao Paulo spiluðum við við hliðina á kjötkveðjuhátíðar-braut


Særún að grína


Gleðisveitin Spank Rock spiluðu á undan okkur í Sao Paulo


Í Brasilíu heitir bjórinn Skol


Túristar í Buenos Aires


Í Argentínu á fólk það til að bresta í ástríðufullan tangódans á götum úti