Sunday, November 18, 2007

Túrlok

Í gærkvöldi voru lokatónleikar okkar í krúttlegri íþróttahöll hér í Bogotá.
Tónleikarnir gengu snuðrulaust fyrir sig, en reyndar áttum við nokkrar úr blásaradeildinni erfitt með andardrátt um miðbik tónleikanna sökum þess hversu hátt Bogotá liggur, en borgin ku vera í 2700 metra hæð yfir sjávarmáli.
Eftir Wanderlust og trylltan dans í Hyperballad og Pluto var maður orðinn fremur ringlaður og sá ég stjörnur.
Fengum við því að anda að okkur fersku súrefni úr súrefniskút sem var baksviðs.
Persónulega finnst mér það vera eilítið rokkstjörnulegt.

Þrátt fyrir fyrrgreint súrefnisleysi var mikil kátína í hópnum eftir lokatónleikana


Smá
Flipp

Add to My Profile | More Videos

Brynja að slaka á með súrefniskútinn góða



En nú erum við að leggja af stað í langt ferðalag heim til fagra Íslands.
Túrastandinu er þó alls ekki lokið. Langt í frá.
Eftir rúmar tvær vikur förum við aftur út og spilum í Mexíkó, LA og Las Vegas.
Eftir það fáum við gott jólafrí og um miðjan janúar höldum við til Ástralíu og Asíu.

Góðar stundir

2 comments:

Anonymous said...

Herredú,Való.
Þú mátt segja Bergrúnu að hún spilar alveg svona ágætlega(!)þegar henni vantar súrefni.Eins gott bara að það átti enginn afmæli!
Þín systir......
Melkitty www.blog.central.is/melkitty

Valdis Thorkelsdottir said...

Ég skal skila því