Í gær spiluðum við á miklum stuð-tónleikum í Nokia Theatre í Los Angeles.
Sú nýbretyni var höfð að við trompetpíurnar skiptum á sviðs-staðsetningum við básúnuhnáturnar, svo að núna fretum við uppá háum palli í aftari röðinni, sem er næs, og svipar til BigBands-uppstillingar.
Eftir mikið jóla-verslunaræði er nú 4 daga dvöl okkar í Los Angeles lokið, og erum við komin til Las Vegas, hinnar margfrægu borgar spilavíta og Drive-Thru-brúðkaupa.
Hótelið okkar er dæmigert fyrir borgina, en þar má m.a. finna freistandi spilavíti, ekta Playboy næturklúbb og stóran tónleikasal, en þar munum við spila á laugardaginn kemur. Það verða því hæg heimatök þegar kemur að því að fara í hljóðprufu fyrir tónleikana, ég er að spá í að mæta á náttbuxunum.
Hótelið okkar í Los Angeles var í West-Hollywood
Særún horntelpa fjárfesti í skvísubassa
Básúnuhnátur að fíla sig í fremri röð
Særún og Erla hafa sig til fyrir tónleika
Harpa vill ekki sjá neitt annað en Hörpu-bjór
Það var meiriháttar stuð í eftirpartýinu (allavegana hjá okkur Íslendingunum)
Einn dans vid mig
Add to My Profile | More Videos
No comments:
Post a Comment