Það er svolítið skrýtið, ég mun líklegast ekki fatta það fyrr en eftir nokkrar vikur þegar við ættum að vera að fara aftur út.
Við eigum án efa eftir að lifa lengi á þessu ævintýri, en ég er enn að melta s.l. 18 mánuði sem hafa vægast sagt verið stórkostlegir.
En það sem tekur við er kanski aðeins hversdagslegra en skemmtilegt engu að síður.
Ég mun byrja í Tónlistarskólanum í Reykjavík í næstu viku, svo held ég áfram sem skrifta í Kastljósinu á RÚV og er byrjuð að innrétta ný heimkynni með unnustanum.
Til gamans má geta að við spiluðum á 75 tónleikum, heimsóttum 66 borgir í 32 löndum, gistum á ca. 73 hótelum og guð má vita í hvað mörg flug við fórum.
Ég þakka þeim sem heimsóttu síðuna fyrir lesturinn og vona að þið hafið orðið einhverju nær um ferðalag okkar.
Kv. Valdís Þorkelsdóttir
Wonderbrass og Jez á lokatónleikunum á Spáni
