Nú fer að líða að lokum hjá okkur, en það er einunis ein vika eftir af ævintýrinu mikla. Loka-giggið verður á Ola festivalinu á Spáni 15. ágúst.
Síðustu viku höfum við alið manninn í Tyrklandi og Portúgal, en erum nú í vikulangri afslöppun í Almeria á Spáni.
Það er fekar skrýtin tilfinning að þessu fari brátt að ljúka, en mikið á ég eftir að sakna þess að spila á tónleikum af þessu tagi,
svo ég tali nú ekki um að sakna túra-fólksins sem við erum búin að ferðast með síðustu 18 mánuði.
Það verður eflaust mikið skælt við sundlaugarbakkann næstu dagana.
No comments:
Post a Comment