Thursday, May 10, 2007

On the road again

Nú er 12 daga dvöl okkar í New York á enda, og er nú tekinn við annar kafli ferðalagsins sem er alvöru hljómsveitarútuferð þvert yfir Ameríku.
Hópurinn hefur nú byrgt sig vel upp af allskyns hlutum til afþreyingar, svo sem Tetris-leikjatölvum, Apolló lakkrís, snúningsspilinu Twister, DVD myndum, dömubindum og taktmælum.
Næstu 2 vikurnar eða svo munum við eyða mestum tíma í lúxus-rútunni, en brassstelpurútan okkar heitir "Whole lotta Horns".
Það gilda skýrar reglur á ferðalögum í rútunni.
Í fyrsta lagi verða allir að vera sjúklega hressir og kátir, og í öðru lagi er stanglega bannað að gera númer tvö. Ef svo illa vill til að einhverjum verði mál, þarf viðkomandi að hóa í rútubílstjórann Tony og biðja hann um að stansa sem snöggvast.
Lúxus-rútan ber svo sannarlega nafn með rentu, en í henni má finna 12 kósý kojurúm með sjónvarpi í hverju rúmi, eldhús, vírlaust internet, partýpláss með sjónvarpi og DVD-tæki, og fleira.

En hvað vorum við eiginlega að pæla í Apollo-eftirpartýinu?




Ég elska þennan gaur


Rútumyndir


Tony og Peter


4 comments:

Anonymous said...

new york saknar ykkar nú þegar.

Anonymous said...

langar til að benda á heimasíðuna: www.alluc.org ef þið verðið uppiskroppa með afþreyingu, þarna er að finna alla helstu sjónvarpsþáttaseríur.

kveðja, Ronnie

Nikki Badlove said...

...þessar vistaverur eru svoldið kósí....svona cabin-fílingur....öllu stærri en bronxrútan um daginn...
ferðakveðja,tb.laumufarþegi....

Anonymous said...

Grínmynd nr. 2 er ein sú besta sem ég hef séð.