Thursday, December 20, 2007

Lasin og veik í Las Vegas

Í dag er vika síðan við vorum í Las Vegas.
Raunar missti ég af öllu stuðinu þar sökum veikinda og var rúmliggjandi báða frídagana okkar. Það má segja að það hafi verið heldur svekkjandi.
Hins vegar var ég ögn hressari á laugardaginn þegar við spiluðum í The Pearl, sem var tónleikastaður á spilavítis-hótelinu okkkar.

Við Særún drösluðumst með hor og hósta í næstu verslunarmiðstöð, sem hafði einnig að geyma smá-útgáfu af Eiffelturninum




Stuð í Casino


Þessu tóku spilavítis-hlaðborðið á brúðkaupsveisluna


Björk hatar ekki Elvis




Nú er ég sumsé komin í mánaðarlangt jólafrí og mun leggja starfsfélögum mínum á RÚV lið þangað til við förum aftur á túr.
Þá verður ferðinni heitið til Nýja-Sjálands, Ástralíu og Asíu.

Ég óska dyggum lesendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Ekki verða gerð frekari skil á árinu 2007 en það má með sanni segja að það hafi verið ansi viðburðarríkt.

Stuðkveðja,
Valdís Þorkelsdóttir

Thursday, December 13, 2007

Los Angeles

Í gær spiluðum við á miklum stuð-tónleikum í Nokia Theatre í Los Angeles.
Sú nýbretyni var höfð að við trompetpíurnar skiptum á sviðs-staðsetningum við básúnuhnáturnar, svo að núna fretum við uppá háum palli í aftari röðinni, sem er næs, og svipar til BigBands-uppstillingar.
Eftir mikið jóla-verslunaræði er nú 4 daga dvöl okkar í Los Angeles lokið, og erum við komin til Las Vegas, hinnar margfrægu borgar spilavíta og Drive-Thru-brúðkaupa.
Hótelið okkar er dæmigert fyrir borgina, en þar má m.a. finna freistandi spilavíti, ekta Playboy næturklúbb og stóran tónleikasal, en þar munum við spila á laugardaginn kemur. Það verða því hæg heimatök þegar kemur að því að fara í hljóðprufu fyrir tónleikana, ég er að spá í að mæta á náttbuxunum.

Hótelið okkar í Los Angeles var í West-Hollywood


Særún horntelpa fjárfesti í skvísubassa


Básúnuhnátur að fíla sig í fremri röð


Særún og Erla hafa sig til fyrir tónleika


Harpa vill ekki sjá neitt annað en Hörpu-bjór


Það var meiriháttar stuð í eftirpartýinu (allavegana hjá okkur Íslendingunum)
Einn dans vid mig

Add to My Profile | More Videos

Sunday, December 9, 2007

Guadalajara - Mexíkó

Nú erum við í Guadalajara í Mexíkó, sem er fyrsti viðkomustaður okkar í 11 daga jólatúr.
Ekki er nú jólalegt um að litast hér í Mexíkó, en veðurfarið svipar til íslensk júlímánaðar. Ég tók því til minna ráða við að gera hótelherbergið ögn jólalegra og festi kaup á fáláta jólaseríu sem prýðir nú rúmstokk minn. Auk þess hlusta ég mikið á íslensk jólalög. Einungis til að missa ekki niður jóladampinn.

Í gærkveldi spiluðum við á Sonifilia festivalinu í Huentitan Canyon-dalnum sem var æði sérstakur tónleikastaður. Það tók um tvo tíma að komast á staðinn, en raunar fórum við ekki fljótlegustu leiðina, heldur fjallabaksleið með slitróttum malarvegum þar sem oft á tíðum var þverhnípt niður og varð manni iðulega um og ó.
Samkvæmt staðarhöldurum var þetta hins vegar fallegasta leiðin, sem var nú rétt og uppgötvaði maður ótrúlega fegurð mexíkóskra sveita. Við létum því okkur hafa það að hossast við fram og tilbaka.

Guadalajara séð út um hótelgluggann minn


Mexíkósk raðhúsabyggð


Huentitan Canyon-dalurinn


Í gær fórum við nokkrar góðar á 5 hæða inni-markað


Töff rúmteppi


Jólastytterí


Í gær fagnaði Harpa básúna 20 ára afmæli. Af því tilefni gáfum við henni þessa jólastjörnu sem hún sló svo allar óvæntu gjafirnar úr, líkt og að slá köttinn úr tunnunni.


Eftir tónleikana fékk jólstjarnan að finna fyrir því eins og sjá má


Ríkarður kom á tónleikana alla leið frá El Salvador.


Á morgun er ferðinni heitið til Los Angeles, en þar verða tónleikar í Nokia Theatre á miðvikudaginn, en þess á milli verða jólagjafainnkaup á dagskrá.