Saturday, September 29, 2007

Ísland

Nú erum við aftur komnar heim. Það er sosum ágætt eftir 6 vikna ferðalag með tilheyrandi þvælingi, en samt sem áður er ég ekki frá því að ég sakni hópsins nú þegar. Þetta var án efa skemmtilegasti túrinn til þessa, en það styttist í næsta hluta þar sem við förum til S-Ameríku eftir 3 vikur. Spennó.

Á fimmtudaginn spiluðum Wanderlust í Conan O´Brien sem var very næs.
Hér má sjá frmmistöðu okkar:


Sigrún og Chris fyrir framan NBC studíóið


Conan hljóðprufa




Ég stalst til að smella af rétt fyrir upptöku


Eftir Conan var haldið tryllt grímupartý með þjóðbúningaþema.

Thelma og Harpa voru frá landi the non-existance


Mark Bell leit kunnuglega út



Sigrún var hins vegar óþekkjanleg


Wonderwoman og Claudia Wunderbar eru ágætis vinkonur


Claudia kom með bræður sína alla leið frá Insbruck

Tuesday, September 25, 2007

Madison Square Garden

Í gær spiluðum við í hinu stóra Madison Square Garden.
Það var magnað að standa á þvílíkum leikvelli sem salurinn er, en um 20 þús manns voru í sætum og mátti maður sjá áhorfendur lengst uppí rjáfur.
Eftir tónleikana var tryllt eftirpartý og fór dagurinn í dag í að súpa seiðið af gleðskap gærkvöldsins.

Svolítið stór salur


Mark, Chris og Damian í dýrðarljóma


Sviðið séð ofanfrá


Hello cuties


Við fengum nýmóðins hárskraut




Erla, Særún og ég svifum á bleiku skýi


Fyrr í kvöld fórum við að sjá Charels Mingus Big Band sem var feitt

Sunday, September 23, 2007

Montreal og New York

Það má segja að það hafi ýmislegt á daga okkar drifið.
Á fimmtudaginn var fórum við á fjöruga tónleika með Beastie Boys í Montreal. Þeir voru ansi hressir á sviðinu og voru einnig svo dúllulegir að bjóða okkur að hanga með sér eftir tónleikana sem var nú ekki svo slæmt.

Smekklegir Beastie Boys


Daginn eftir spiluðum við í Jacques Cartier Pier þar sem við spiluðum í fyrsta sinn með sendimæka sem gerir okkur kleift að valsa spilandi um sviðið.
Við stóðum því fremst á sviðinu hjá Björk í Anchor Song, Oceania og Declare Independence sem má sjá hér að neðan:



Ekki vissi ég að RÚV væri með útibú í Montreal


Við fengum nýja Wonderbrass-fimleikagalla sem Bernhard Wilhelm hannaði




Núna erum við hins vegar komin til New York.
Framundan eru mjög stórir tónleikar á morgun (mánudag) í Madison Square Garden og sjónvarpsupptaka á fimmtudaginn fyrir skemmtiþáttinn Conan O´Brien. Þess á milli munum við eyða tíma okkar í stórbrotnum verslunum borgarinnar og í almenn skemmtilegheit.

Harpa í flippaða hótel-innganginum


Okkur til mikillar gleði fundum við íslenskt Síríus-súkkulaði og skyr.is í Whole Foods


Thursday, September 20, 2007

Af nýjum búningum og fleiru

Á mánudaginn spiluðum við í Fox Theatre í Atlanta.
Á þeim tónleikum bar það til tíðinda að vorum við glænýjum búningum eftir fatahönnuðinn knáa, Bernhard Willhelm.
Má segja að nýju búnignarnir séu allt öðruvísi en forverar þeirra.
Þeir eru allir samskonar og eru saumaðir úr mjúku silki sem gerir okkur ekki eins miklar um okkur og fyrir vikið lítum við út fyrir að vera mun penari og rassminni.



Í tilefni af nýjum búningum fengum við einnig nýtt make-up


Eins og sjá má var mikil gleði í Atlanta






Núna erum við aftur komin til Kanada, eða til Montreal.
Það eru tónleikar á morgun, en í kvöld ætlar hópurinn að skella sér á Beastie Boys uppákomu.
Valdís Þorkelsdóttir

Sunday, September 16, 2007

Dazed and Confused

Í ágúst fórum við í ljósmyndatöku við Kleifarvatn fyrir tónlistartímaritið Dazed and Confused. Það tímarit á víst að vera komið út, og geta því áhugasamir flett því lauslega í næstu bókabúð og séð fremur góðar myndir af okkur og enn betra viðtal við Björk.
Ég birti einnig hér nokkrar myndir sem ég tók frá þessum kalda og blauta síðsumarsdegi:

Það var hellað kalt eins og sjá má á svip stúlknanna


Kuldagalli og öfugar regnhlífar


Sumir settu sig í sérstakan módelgír

Saturday, September 15, 2007

Texas

Í gær spiluðum við sumsé á Austin City Limits festivalinu í Texas.
Það voru dúndurtónleikar þrátt fyrir mikið flugu- og skordýrafár á sviðinu sem varð þess valdandi að oft þurfti maður að stíga einkennileg auka-dansspor til þess að hrista af sér ógurlegar engisprettur og aðra óvelkomna skriðgesti.
Í lok tónleikanna fyrir aukalögin tvö varð uppi fótur og fit þegar upp kom eldur í sviðshátalara vegna gífurlegs hita.
Sem betur fer varð engum meint af, og eftir að slökkt hafði verið í eldinum skunduðum við aftur á svið eins og ekkert hefði í skorist.
Í dag dveljum við í Jackson, þar sem lítið er við að vera, og eru allir veitingastaðir í nágrenninu lokaðir þrátt fyrir að það sé laugardagur.
Í staðinn höfum við verið að þvo af okkur spjarirnar og liggja í sólbaði við sundlaugina sem er á þaki hótelsins. Voða næs.
Í nótt keyrum við síðan til Atlanda, en við spilum þar á mánudaginn í Fox Theatre þar í bæ.
Bæ.

Bergrún og Sylvía í stuði í Texas


Litla Turtle-dúfan


Fingralipu fléttararnir




Síðan tók Særún eitt af sínum frægu gítarsólóum

Friday, September 14, 2007

Bloggséns

Á þriðjudaginn spiluðum við á huggulegum tónleikum í Fox Theatre í Detroit.
Þetta voru fyrstu inni-tónleikar okkar í lengri tíma, sem er sosum ágætis tilbreyting.
Núna erum við hins vegar komin alla leið til Austin í Texas. En við munum spila á Austin City Limits festivalinu í kvöld.
Hér er hátt í 35 stiga hiti og má segja að mannskapurinn sé gersamlega að leka niður, en ég myndi segja að þetta væri fín æfing fyrir S-Ameríkutúrinn núna í október.

Í Detroit beið Hörpu gjöf frá leynilegum aðdáanda af Reykjanesi


Fox Theatre salurinn var ekki svo slæmur




Í andyrinu mátti finna þetta ágæta orgel


Við tókum smá túristapósu fyrir utan

Saturday, September 8, 2007

Toronto

Nú erum við búin með Evrópu í bili og erum komin alla leið til Toronto í Kanada.
Í kvöld spilum við á Virgin festivalinu sem er staðsett á fallegri eyju rétt við Toronto.
Það má segja að verslunarstuðið hafi hellst yfir mann um leið og við lentum vestanhafs. Kaupæðið hefur verið svo mikið að einn haukfrár papparazzi-ljósmyndari ruglaði Særúnu horn saman við verslunardrottninguna Paris Hilton, sem dvelst einnig á hótelinu okkar.

Paris Hilton?


Ég hitti á þennan í London



Það er fáránlega mikið stuð í Toronto


Listræn útsýnismynd


Wonderbrass-ljóskurnar


Tríó


Frá Virgin-hljóðprufunni í gærkvöldi


Harpa tók sóló