Saturday, October 27, 2007

TIM Festivalið í Rio

Í gær spiluðum við á TIM festivalinu í Rio De Janiero.
Það gekk nú ekki slysalaust fyrir sig.
Í fyrsta lagi var engin hljóðprufa vegna þess að sviðið var rafmagnslaust á þeim tíma sem hljóðprufan átti að vera.
Ég týndi málmstykki úr trompetinum mínum, sem er fremur ergilegt,
svo rétt áður en við áttum að stíga á svið uppgötvuðu ég og Sigrún að við höfðum steingleymt að fara í fánavestin innan undir búningana og þurftum því að hlaupa tilbaka inn í búningsherbergi, og fórum másandi upp á svið.
Þegar á sviðið var komið kom í ljós að þráðlausi hljóðneminn minn var ónýtur sem gerði það að verkum að í hvert skipti sem ég hreyfði mig eða blés í lúðurinn kom mikið og hátt óhljóð sem minnti einna helst á þrumugný.
Þurfti því hljóðnemamaðurinn að hlaupa til og vesenast í öllum brass-stelpunum til að finna út hver væri með ónýta hljóðnemann og skipta um svo lítið bæri á.
Þegar tónleikunum lauk lenti Production-Manager-inn okkar í því óhappi að setja höndina inní stóra viftu sem er alltaf fremst á sviðinu, svo að hluti af
vinstri löngutöng fór nánast af og varð hann að dvelja á brasilískum spítala í nótt.
En þrátt fyrir hrakfarir skemmtum við okkur vel, og erum nú komin til Sao Paulo, en við spilum aftur á TIM festivalinu hér í borg á morgun.

Við fórum í túristaferð uppá Corcovado-fjall að sjá hina margfrægu Jesú-styttu




Brynja að grína


Útsýnið er ekki slæmt uppi á Corcovado


Wonderbrass-hópurinn var í miklum ham eftir tónleikana (það vantar samt Sigrúnu eldri á myndina)


Gael Garcia Bernal sagðist vera hrærður yfir nærveru okkar, og það vorum við Særún líka, eins og sjá má


Við komumst í hann krappan þegar við fundum tímarit frá Fróða á flugvellinum í Rio


Svona lítur huggulega hótelherbergið mitt út hér í Sao Paulo


Svona eru hins vegar hrörlegar vistarverur nágranna okkar við hliðina á fína hótelinu

No comments: