Thursday, December 20, 2007

Lasin og veik í Las Vegas

Í dag er vika síðan við vorum í Las Vegas.
Raunar missti ég af öllu stuðinu þar sökum veikinda og var rúmliggjandi báða frídagana okkar. Það má segja að það hafi verið heldur svekkjandi.
Hins vegar var ég ögn hressari á laugardaginn þegar við spiluðum í The Pearl, sem var tónleikastaður á spilavítis-hótelinu okkkar.

Við Særún drösluðumst með hor og hósta í næstu verslunarmiðstöð, sem hafði einnig að geyma smá-útgáfu af Eiffelturninum




Stuð í Casino


Þessu tóku spilavítis-hlaðborðið á brúðkaupsveisluna


Björk hatar ekki Elvis




Nú er ég sumsé komin í mánaðarlangt jólafrí og mun leggja starfsfélögum mínum á RÚV lið þangað til við förum aftur á túr.
Þá verður ferðinni heitið til Nýja-Sjálands, Ástralíu og Asíu.

Ég óska dyggum lesendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Ekki verða gerð frekari skil á árinu 2007 en það má með sanni segja að það hafi verið ansi viðburðarríkt.

Stuðkveðja,
Valdís Þorkelsdóttir

No comments: