Monday, July 14, 2008

Vilnius

Í gærkvöldi spiluðum við í Vingio Park í Vilnius í Litháen.
Sú nýlunda var að um miðbik tónleikanna spiluðum við Wonderbrassið eitt verk aleinar. Það brassverk var hið magnþrungna Overture sem má finna á Selmasongs sem Björk samdi fyrir "Dancer in the Dark" kvikmyndina. Það var bæði krefjandi og skemmtilegt.

Vilnius er afar fallegur bær, þar eru evrópsk miðbæjar-rólegheit ríkjandi. Það var því ánægjulegt að spóka sig um innan um rússneskar rétttrúnaðar-kirkjur og villtumst við inn í fermingu að þeirra sið í einni kirkjunni.
Stundum er ágætt að setja sig í túristastellingar, allavegana er ekki mikil hætta á að maður missi sig í búðunum þar sem tískan í Vilnius-bæ líkist því sem var móðins í Reykjavík árið 1996. Sumsé ekkert svo smart.
Í fyrstu héldum við að einhver kvefpest herjaði á litháensku þjóðina, en komumst síðar að því að "takk" á litháensku er "atsjú".

Kátar meyjar í Vilnius
Image and video hosting by TinyPic

Björk og Björk
Image and video hosting by TinyPic

Ferðabar á hjólum
Image and video hosting by TinyPic

Tónleikarstæðið í gærkveldi
Image and video hosting by TinyPic

1 comment:

Anonymous said...

flott blogg skoðaðu mitt..
p.s. nennuru plíííís að kvitta í gestó