Raunar missti ég af öllu stuðinu þar sökum veikinda og var rúmliggjandi báða frídagana okkar. Það má segja að það hafi verið heldur svekkjandi.
Hins vegar var ég ögn hressari á laugardaginn þegar við spiluðum í The Pearl, sem var tónleikastaður á spilavítis-hótelinu okkkar.
Við Særún drösluðumst með hor og hósta í næstu verslunarmiðstöð, sem hafði einnig að geyma smá-útgáfu af Eiffelturninum


Stuð í Casino

Þessu tóku spilavítis-hlaðborðið á brúðkaupsveisluna

Björk hatar ekki Elvis


Nú er ég sumsé komin í mánaðarlangt jólafrí og mun leggja starfsfélögum mínum á RÚV lið þangað til við förum aftur á túr.
Þá verður ferðinni heitið til Nýja-Sjálands, Ástralíu og Asíu.
Ég óska dyggum lesendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Ekki verða gerð frekari skil á árinu 2007 en það má með sanni segja að það hafi verið ansi viðburðarríkt.
Stuðkveðja,
Valdís Þorkelsdóttir