Jæja, nú fer óðum að styttast í túrinn góða, en samkvæmt nýjasta plani höldum við til Ameríku þann 18 apríl, og munum túra í rúmar 5 vikur .
Æfingar hjá okku brasspíunum með Matt útsetjara hófust á mánudaginn var, og ganga þær þrusuvel að mínu mati þrátt fyrir nokkur eymsli í öxlum og baki hjá minni eftir mikið spilerí.
Við æfum samtals í tvær vikur með honum, en síðan taka við þrjár vikur með restinni af bandinu og Björk.
Það fer ekki hjá því að það er kominn ansi mikill ferðahugur í mannskapinn, en meira um framvindu mála síðar
Valdís
1 comment:
Hversu feitt verður þetta?
Post a Comment