Þá er komið að því.
Fyrstu tónleikar voltabandsins verða í Laugardalshöll 9. apríl. Það verður væntanlega mikið stuð og hvet ég alla sem hafa áhuga á að kíkja við, því ekki er víst að Björk muni aftur halda stórtónleika á Íslandi á næstu mánuðum.
En fyrsta eiginlega giggið verður á styrktartónleikum FORMA á Nasa þann 1. apríl. Þá flytur Björk 2 lög einungis með okkur brass-stelpunum. Hætt er við að minni muni verða ómótt af stressi fyrir þann konsert, en annars erum við (ég og lúðurinn) að verða ansi lipur af miklum æfingatörnum þessa dagana:
9 comments:
Snilld.
Nú er ég búinn að commenta á þetta helvítis blog!
Þetta var ég steini.
Djöfull er þetta ótrúlega fyndin mynd. Ég hélt að ég yrði ekki eldri þegar ég sá hana. Þú ert snilli.
Ég mæti alveg pottþétt þann níunda.
Þetta verður ótrúlegt ævintýri Valdís. Ég hlakka til að fylgjast með blogginu þegar túrinn loksins hefst, kannski hittir þú einhverja fræga poppstjörnu...
Ég tek undir með Sigurði, ég kem án nokkurs vafa þann níunda. Er einhver séns á að þú getir reddað mér miða kannski?
Ekki séns...
séns á séns?
sko þessi mynd er gjörsamlega mindblowing nett! hvernig datt þér þetta í hug???
hveðja Rúnar
Til hamingju með bloggið. Hér með veistu að ég lít reglulega við.
Áfram Valur,
Post a Comment