Þetta var í fyrsta skipti sem við brasspíurnar spiluðum á tónleikum, nótnalaust.
Það fór nett stresstilfinning um mann rétt áður en við stigum á svið, ég hafði nú aðallega áhyggjur af því hvert maður ætti að líta ef maður skyldi nú verða eitthvað nörvus á sviðinu. Hingað til hefur maður getað skýlt sig á bak við nóturnar ef eitthvað kemur uppá.
En spilerí okkar heppnaðist ótrúlega vel, miðað við allt saman og þykir mér tvímælalaust margfalt betra að spila nótnalaust. Jibbí.
Erla fer yfir nótur fyrir tónleika

Smá sýnishorn af áhorfendunum

Annars tékkuðum við á Marilyn Manson sem spilaði á undan okkur. Ég varð nú hálf smeyk við það skrýpi, hann var með öfluga sviðsstæla, en hann lét hljóðnemann fljúga í átt að eymingja hljóðmönnunum þegar hann vantaði nýjan. Á miðjum tónleikunum settist hann síðan bakvið settið og fékk sér vænan slurk af súrefni úr súrefniskút og bætti aðeins á varalitinn. Frekar spes.
Marilyn að tékka á súrefniskútnum

Eftir tónleikana okkar spiluðu Muse. Við fylgdumst að sjálfsögðu með baksviðs.


Muse voru með tylft af auka rafmagnsbössum og-gíturum sem þeir skiptu út

Damien, Særún, ég og Bob mónitoramaður
