Friday, June 29, 2007

Rock Werchter

Í gær spiluðum við á Rock Werchter Festivalinu í Belgíu.
Þetta var í fyrsta skipti sem við brasspíurnar spiluðum á tónleikum, nótnalaust.
Það fór nett stresstilfinning um mann rétt áður en við stigum á svið, ég hafði nú aðallega áhyggjur af því hvert maður ætti að líta ef maður skyldi nú verða eitthvað nörvus á sviðinu. Hingað til hefur maður getað skýlt sig á bak við nóturnar ef eitthvað kemur uppá.
En spilerí okkar heppnaðist ótrúlega vel, miðað við allt saman og þykir mér tvímælalaust margfalt betra að spila nótnalaust. Jibbí.

Erla fer yfir nótur fyrir tónleika


Smá sýnishorn af áhorfendunum


Annars tékkuðum við á Marilyn Manson sem spilaði á undan okkur. Ég varð nú hálf smeyk við það skrýpi, hann var með öfluga sviðsstæla, en hann lét hljóðnemann fljúga í átt að eymingja hljóðmönnunum þegar hann vantaði nýjan. Á miðjum tónleikunum settist hann síðan bakvið settið og fékk sér vænan slurk af súrefni úr súrefniskút og bætti aðeins á varalitinn. Frekar spes.

Marilyn að tékka á súrefniskútnum



Eftir tónleikana okkar spiluðu Muse. Við fylgdumst að sjálfsögðu með baksviðs.





Muse voru með tylft af auka rafmagnsbössum og-gíturum sem þeir skiptu út


Damien, Særún, ég og Bob mónitoramaður

Thursday, June 28, 2007

Nokkuð um afdrif

Það er allt í góðu með okkur.
Síðustu viku eyddum við í London, tókum upp nokkur lög í hljóðveri, og erum núna sem stendur í Belgíu.
Þar erum við búnar að vera að slaka á, borða belgískar vöfflur og versla aðeins (!).
Það var mikið stuð í hljóðverinu


Chris mundar kjuðana


Fjör í Brussel



Þessar voru dömulegar við vöffluátið




Í dag fórum við í fyrsta skiptið í rútuna okkar. Hún er eiginlega alveg eins og Ameríku-túra-rútan nema bara miklu stærri og flottari.


Saturday, June 23, 2007

Drullusvaðið Glastonbury

Í gær speluðum við á Glastonbury.
Það var mögnuð og drullug upplifun.

Ekki vildi ég nú vera þarna á sunnudaginn, það var allt á floti strax í gær.
Image and video hosting by TinyPic

Tjaldsvæðin voru þéttskipuð
Image and video hosting by TinyPic

Þessir vildu ólmir fá að faðma okkur
Image and video hosting by TinyPic

Nauðsynlegur skóbúnaður
Image and video hosting by TinyPic

Á þessu sviði spiluðum við síðar um kvöldið


Ég missti mig í öllum súkkulaðibúðingnum

Wednesday, June 20, 2007

Evróputúr

Það kom að því.
Eftir viðburðaríkt frí á Íslandi er nú komið að Evróputúrnum.
Þetta verður 5 vikna túr og munum við reka inn fæti í 10 Evrópulöndum.
Við leggjum í hann á morgun, en við spilum á Glastonbury-hátíðinni á Englandi á föstudaginn.
Mun ég því á næstu vikum gera grein fyrir ferðum okkar að nýju, ásamt því að henda inn stuðmyndum.

Góðar stundir,
Valdís Þorkelsdóttir

Tuesday, June 12, 2007

Sjónvarpsframkoma

Hér fyrir neðan má sjá þau lög sem við fluttum í Jools Holland þættinum í síðustu viku:

Anchor Song


Declare Independence


Earth Intruders

Wednesday, June 6, 2007

Heather won´t feed him

Nú er ég komin heim eftir notalega dvöl í Kaupmannahöfn og London, og verð heima næstu tvær vikurnar eða svo.
Í gær spiluðum við í hinum margrómaða sjónvarpsþætti Later with Jools Holland.
Það sem stóð uppúr þáttöku okkar í þeim þætti var án efa viðvera goðsagnarinnar Paul McCartneys. Hann var fremur prúðmannlegur, enda sómamaður mikill, og vildi endilega fá að prófa að blása í trompetinn minn. Ég sagði nú ekki nei við því.
Reyndar varð ég í fyrsta skipti alvarlega "starstrucked", og átti erfitt með svefn í nótt sökum stjörnulosts. Ég tísti eins og smástelpa þegar hann talaði við mig, og þrátt fyrir að hann talaði skýra ensku náði ég varla því sem hann sagði, í þvílíku ástandi var ég.
Við þurftum að bíða í tónlistarsettinu okkar eftir hljóðprufunni, en þá settist Paul við flygilinn í tónlistarsettinu sem var beint á móti og flutti rétt sisona "Lady Madonna". Ég fór næstum því að skæla.
Þátturinn rúllaði síðan í gegn, eins og um beina útsendigu væri að ræða, en við vorum einungis eitt bandið af sjö.
Herlegheitin fara síðan í loftið núna á föstudaginn.

Harpa stalst til að taka nokkrar myndir:

Paul að spila ásamt bandinu sínu í Jools Holland tónlistarsettinu


Paul að setja sig í stellingar


Í Tívolíinu í Köben fór ég á Big-band tónleika, en varð að fara því að þessi blasti við fyrir framan okkur og ég gat ekki hætt að hlæja: