Tuesday, August 14, 2007

Á túr í þriðja sinn

Á sunnudaginn kemur höldum við enn og aftur út á galeiðuna.
Það verður komið víða við á þessum 6 vikna túr.
Við byrjum í Frakklandi og þaðan liggur leiðin til Englands, Írlands og Skotlands.
Eftir það förum við til Kanada, síðan verður túrað um USA, aftur til Kanada og endum við í hinni óborganlegu New York.

Smá auka auka:
Annars vegar er hér mynd sem Brantley, ljósmyndarinn knái, tók á Coachella. Ég tek það fram að á henni má einungis finna 9/10 hluta brassgengisins.



Hins vegar má sjá eina af fjölmörgu myndum sem stelpurnar í Gjörningaklúbbnum tóku snemmendis í vor.

4 comments:

Berrgrún said...

...meinaru samt ekki 8/10? ég hélt samt fyrst að þetta væri þegar ég var í myrkrinu á kamrinum í stresskasti... en blessunarlega ekki, brantley er frábær.

Særún said...

Nei Sigrún Jr. er þarna einhvers staðar bakvið. Öxlin á Hörpu. En djös módel erum við!

Erla said...

Já það vantar bara mig á myndina en ég náði akkúrat að vera á myrkvuðum kamri á þessari stundu.

Anonymous said...

Geggjuð mynd - þú verður að senda mér hana Valdís! Hvar náðir þú annars í hana? Eru til fleiri?

-Brynja