Saturday, November 10, 2007

Að chilla í Chile

Já, titilinn hér að ofan er með sanni réttur.
Nú erum við í Santiago í Chile, hér er vorveður, fremur kalt, enda erum við í 500 metra hæð yfir sjávarmáli.
Með hverjum deginum verð ég æ þakklátari fyrir að vera ekki ljóshærð, því blondínurnar í hópnum hafa átt undir högg sækja gagnvart Chile-búum sem hrópa í sífellu að þeim ókvæðisorðum út á götu, og urðu sumar að hylja hár sitt í gærkveldi, svo mikill var ágangurinn.

En annars erum við að fara að spila á eftir á fótboltavelli fyrir 10.000 manns, það verður væntanlega feiknastuð.
Það verður samt öðruvísi en áður, Jónas verður því miður ekki með, en hann þurfti að fara heim í fyrradag vegna fjölskyldumála.

Á leiðinni til Chile flugum við yfir hin margfrægu Andes-fjöll


Finnið eina villu


Særún varð mjög hlessa yfir gjöfum frá aðdáanda


Í gærkvöldi fórum við á tónleika með trommaranum okkar, Chris Corsano.
Hann var magnaður.


Þarna munum við spila á eftir


Súkkulaðigosbrunnurinn baksviðs


Stuð í hljóðprufu


7 comments:

Erla said...

Vá Valdís þú ert ofur bloggari með meiru, bara myndir frá því áðan!!!

Valdis Thorkelsdottir said...

Tjah, madur reynir ad vera med puttann a pulsinum

Anonymous said...

uppsláttarbók Ísland-spænska !!;
ég (yo) til vera (ser) Argentinean maður! (jajaj)


hola

www.fotolog.com/cebras

hasta luego

Jon said...

AHHHHHHHHHHHHHHH i love you wonderbrass.
Yesterday the concert was really great! and you're are so funny :D

I loved when the concert finished, and then you ran over the scenario 10 minutes after :D

And ahh, the choreography in Innocence is just sweet :D

Anonymous said...

Valdís thú lýtur ofbodslega vel út!
Saknaru mín?

Anonymous said...

Steini :)

Valdis Thorkelsdottir said...

ef þú ert Þorsteinn Kári þá sakna ég þín