Eftir stuttan stans og eina tónleika í Perú, erum við komin til Bogotá í Kólumbíu.
Í kvöld verða síðustu tónleikar okkar á þessum túr, og tekur við tveggja sólahringa langt ferðalag heim.
En hvað sem því líður þá eru hérna nokkrar myndir.
Í Perú gafst ekki tími til þess að fara til Inca-borgarinnar Machu Picchu, svo við létum súkkulaði-Machu Picchu duga
Á leiðinni frá Perú til Kólumbíu var fjögurra og hálfs tíma seinkun á fluginu, sem er ekki óalgengt í S-Ameríku.
Margt var til gamans gert til að drepa tímann:
Særún og Harpa fóru í flugvallarnudd
Ég fékk mér Inca-Kóla með tyggjóbragði
Sigrún skemmti okkur með bambus-saxófónleik
Í Bogotá fórum við í smá túristaleik
Við fórum á markað þar sem hlegið var að okkur sökum norræns útlits
Í fyrrakvöld fórum við á mikinn stuðstað þar sem kvöldið endar iðulega á því að allir dansa uppá borðum. Við fórum ekki varhluta af því.
Ekki vantaði skreytingarnar þar á bæ
Númi fékk óvæntan glaðning tilefni þess að hann á afmæli í janúar næstkomandi
5 comments:
vá hvað þetta er mikil snilldarmynd af sigrúnu með saxinn...
Sigrún er snilli
Hi!! please post some comments about the concert in lima and Peru in english!!!!!
we are still crazy about that night!!! AMAZING we love Bjork and we love you!!!!
Hi, I am actually trying to translate some of your posts I'd love to read what did you think about Bogotá, the concert was so important for me, thanks to you, thanks to bjork and thanks to Wonderbrass for making me happy as I am now.
Elaxolotl.
Hi! i saw you in Lima Peru and it was AWESOME!! I hope you and all the Wonderbrass have enjoyed the show, come back soon please :)
Kisses for all (and for Björk, of course XD)
Ps.- Have you drink Inca Kola? hehehe XD
Post a Comment