Sunday, December 9, 2007

Guadalajara - Mexíkó

Nú erum við í Guadalajara í Mexíkó, sem er fyrsti viðkomustaður okkar í 11 daga jólatúr.
Ekki er nú jólalegt um að litast hér í Mexíkó, en veðurfarið svipar til íslensk júlímánaðar. Ég tók því til minna ráða við að gera hótelherbergið ögn jólalegra og festi kaup á fáláta jólaseríu sem prýðir nú rúmstokk minn. Auk þess hlusta ég mikið á íslensk jólalög. Einungis til að missa ekki niður jóladampinn.

Í gærkveldi spiluðum við á Sonifilia festivalinu í Huentitan Canyon-dalnum sem var æði sérstakur tónleikastaður. Það tók um tvo tíma að komast á staðinn, en raunar fórum við ekki fljótlegustu leiðina, heldur fjallabaksleið með slitróttum malarvegum þar sem oft á tíðum var þverhnípt niður og varð manni iðulega um og ó.
Samkvæmt staðarhöldurum var þetta hins vegar fallegasta leiðin, sem var nú rétt og uppgötvaði maður ótrúlega fegurð mexíkóskra sveita. Við létum því okkur hafa það að hossast við fram og tilbaka.

Guadalajara séð út um hótelgluggann minn


Mexíkósk raðhúsabyggð


Huentitan Canyon-dalurinn


Í gær fórum við nokkrar góðar á 5 hæða inni-markað


Töff rúmteppi


Jólastytterí


Í gær fagnaði Harpa básúna 20 ára afmæli. Af því tilefni gáfum við henni þessa jólastjörnu sem hún sló svo allar óvæntu gjafirnar úr, líkt og að slá köttinn úr tunnunni.


Eftir tónleikana fékk jólstjarnan að finna fyrir því eins og sjá má


Ríkarður kom á tónleikana alla leið frá El Salvador.


Á morgun er ferðinni heitið til Los Angeles, en þar verða tónleikar í Nokia Theatre á miðvikudaginn, en þess á milli verða jólagjafainnkaup á dagskrá.

5 comments:

Anonymous said...

núnú jólasveinninn bara mættur til byggða!

Anonymous said...

kom hann á jeppa?

Valdís said...

hehe, nei hann kom nú fótgangandi síðustu 10 kílómetrana.....á spariskónum.

Anonymous said...

Valdís það myndi nú ekkert drepa þig að henda í eins og eina færslu á dag! Ég er í svona þremur og þú vinnur semi við að gera ekki neitt. Ég þekki hótellífið Valdís, þú ert ekki að standa þig í þessu.

þú ert á skilorði, það er klárt, það eru líka allir að tala um lífleysið hérna.

neinei segi svona, en endilega vertu duglegri:)

Yustix said...

You Girls was pretty awsome in the concert, who was the gir who had the pinneaple and why? haha, it looked curious, well, i'm a mexican fan who was in front of the croud singin "las mañanitas" i hope, you cold send me a comment or if isn't to much for ask, some pictures lol, i actually saw you before, on Vancouver's concert, and i have nothing to say but you're the best, you do a great job on the brass
oh, and i have a pics from the concert if you want it.
From Benjamin Gonzalez
GUAPAS!!!