Í dag gerðumst við meiriháttar túristar og fórum í dagsferð að skoða ekta írskan viský-búgarð og frægu steinklappirnar að Giant Causeway. Fyrir utan að vera algert náttúruundur eru steinklappirnar þekktar fyrir að prýða Led Zeppelin plötuna: "Houses of the Holy".
Mér þykir skemmtilegt hversu náttúra N-Írlands er lík íslenskri náttúru, en í dag leið okkur eins og við værum í skoðunarferð heima á Íslandi.
Þessi mynd lýsir ágætlega út-á-landi-stemmningunni sem réð ríkjum þegar við vorum í Wolverhampton í síðustu viku
Þessi dama kom í eftirpartýið eftir tónleikana í Wolverhampton
Giant Causeway
Okkur fannst ekki leiðigjarnt að slaka á á steinklöppunum
Særún var í ofsastuði
Alnöfnurar blómstruðu í sveitasælunni
Já, það má með sanni segja að vorfiðringurinn hafi leikið um meðlimi Volta-bandsins í dag.
Annars eru þriðju síðustu tónleikar okkar á þessum hluta túrsins á morgun hér í Belfast.
Eigið góðar stundir lesendur góðir,
Valdís Þorkelsdóttir