Tuesday, April 22, 2008

Á fartinni

Nú er Lundúnarævintýrið á enda og hefur rútuferðalag okkar um England tekið við. Þrennir tónleikar eru að baki í Hammersmith Apollo og var stuðið á síðustu tónleikunum á sunnudag ólýsanlegt.Við spiluðum í fyrsta sinn Triumpf of a Heart við góðar undirtektir, en undir lokin á Declare Independence rann ég í öllu glimmer-konfettíinu með þeim afleiðigum að ég datt kylliflöt með trompetinn og allt mitt hafurtask sem var fremur hálfkátleg uppákoma.

Hér koma nokkrar myndir frá liðinni viku í Lundúnum:

Við fórum nokkrar á Agöthu Cristie leikritið Mousetrap sem er búið að vera í sýningu sl. 56 ár


Image and video hosting by TinyPic



Við sáum 23.078. sýningu


Image and video hosting by TinyPic



Kolla sæta kom á tónleika


Image and video hosting by TinyPic


Þessir bræður líka


Image and video hosting by TinyPic


Gestrisna Lundúnarparið, Jökull og Freydís


Image and video hosting by TinyPic


Við erum nú sem stendur norður í landi, nánar tiltekið í smábænum Plymouth.Við munu spila hér í kvöld í Pavilinois-höllinni sem er nánast alveg eins og Laugardalshöllin að innan.
Það er gaman af því.

7 comments:

Anonymous said...

Hæ Valdís!

Vildi bara kvitta svona einusinni og láta vita að ég skoða síðuna þína regglulega og hef virkilega gaman af. Vildi óska þessa að ég gæti komið að sjá ykkur í þessum kafla af túrnum en því miður kemst ég ekki.

Góða ferð áfram og góða skemmtun.

Kv. Erla Jónatansd.

Anonymous said...

jii hvað þetta eru sætar myndir. Hlakka til að fá þig heim elsku Valdís mín

Ástríður

Valdís said...

Takk fyrir snotur komment Erla og Ástríður. Gangi ykkur vel heima á Fróni.
Kv. Vallarinn

Unknown said...

vil ekki ver miss-knows-it-all..en plymouth er á suð-vesturhorni englands...ekki fyrir norðan...ég er húkkt á google maps þessa dagana...sorry

Anonymous said...

Hello Valdis. I was VERY amused to see that you went to see The Mousetrap! :D I am a big Agatha Christie fan and one of my goals in life is to see that play in London :) Keep playing your awesome trompet.
Chuy

Anonymous said...

Sjitt hvað var drullugaman að tjilla með þér í Lundúnum. Hef ég sagt þér það áður hvað þú ert mikill snillingur?

Kv, steini

Jökull Sólberg Auðunsson said...

Þakka kærlega fyrir mig. Frábært að hafa þig í heimsókn í London.