Tuesday, April 15, 2008

Lundúnir

Við höfum nú dvalið hér í Lundúnum frá því á laugardaginn.
Gamansömu foreldrar mínir hafa heiðrað mig með nærveru sinni undanfarna daga, og höfum við gert ýmislegt menningarlegt okkur til dægrarstyttingar.

Á sögufrægum Bítla-slóðum við Abbey Road hljóðverið:
Pabbi og stúlka frá Camden-Market-landi:

Í gærkvöldi spiluðum við fyrir troðfullu húsi í Hammersmith Apollo, en þetta voru fyrstu af þremur tónleikum okkar þar á bæ.
Nokkur ungmenni frá tímaritinu Dazed and Confused fengu að fylgjast með okkur í búningaherberginu okkar, sem vakti mikla katínu hjá okkur brass-stelpunum.

Allt að gerast fyrir tónleikana:


Tónleikarnir gengu afskaplega vel og var mikið stuð í salnum. Ekki var minna stuðið í eftirpartýinu þar sem foreldrar mínir stigu laufléttan dans með okkur.
Pabbi var ekkert að hafa fyrir því að fara úr úlpunni á dansgólfinu:

Helga Ólafs og Valdís Guðmunds voru í góðum gír

3 comments:

Gudmundur K. Jonsson said...

Til hvers að fara úr úlpunni. Annað hvort týnist hún eða henni verður stolið.

Valdis Thorkelsdottir said...

Já kanski, en honum var nú helvíti heitt.

Anonymous said...

pabbi.....(!)
mamma og mosó datt úr útsvari:(:(:(
við vorum að koma hiem af því!
bæbæ