Nú er ég komin heim.
Því miður var lokatónleikunum okkar í gær aflýst sökum veikinda aðalsöngkonunnar.
Okkur var tilkynnt þetta rétt áður en við fórum í hljóðprufu í gær og það var fremur svekkjandi, en við vorum komnar í mikinn stuð-tónleikagír.
Þetta var smá antí-klímax á annars öflugum túr.
En ég er komin í nokurra vikna ferðalagafrí, það er alveg ágætt að fá smá pásu frá því að búa endalaust í ferðatösku.
Valdís
Monday, May 5, 2008
Saturday, May 3, 2008
Bretlandstúrlok
Á morgun munum við spila hér í Sheffield á lokatónleikum okkar á þessum Bretlandstúr.
Þessar tæpu 4 vikur sem við höfum verið á fartinni eru búnar að vera ansi notalegar og hefur verið sveitaleg út-á-landi stemmning í hópnum síðan við fórum frá London.
Það ríkja blendnar tifinningar gangvart ofur-Evróputúrnum í júlí, sökum þess að hann er jafnframt sá síðasti. Það verður einkennilegt að fara ekki aftur á túr í haust, en það tekur eitthvað annað við.
En við byrjum lokatúrinn á afar spennandi stað sem ekki má upplýsa hver er eins og stendur.
Ég læt eitthvað í mér heyra á næstu 8 vikum sem við verðum á fagra Ísalandi, en læt hér í lokin fylgja tvær myndir sem teknar voru á Hammersmith Apollo tónleikum í London:
Þessar tæpu 4 vikur sem við höfum verið á fartinni eru búnar að vera ansi notalegar og hefur verið sveitaleg út-á-landi stemmning í hópnum síðan við fórum frá London.
Það ríkja blendnar tifinningar gangvart ofur-Evróputúrnum í júlí, sökum þess að hann er jafnframt sá síðasti. Það verður einkennilegt að fara ekki aftur á túr í haust, en það tekur eitthvað annað við.
En við byrjum lokatúrinn á afar spennandi stað sem ekki má upplýsa hver er eins og stendur.
Ég læt eitthvað í mér heyra á næstu 8 vikum sem við verðum á fagra Ísalandi, en læt hér í lokin fylgja tvær myndir sem teknar voru á Hammersmith Apollo tónleikum í London:
Subscribe to:
Posts (Atom)