Monday, May 5, 2008

Aflýsingar

Nú er ég komin heim.
Því miður var lokatónleikunum okkar í gær aflýst sökum veikinda aðalsöngkonunnar.
Okkur var tilkynnt þetta rétt áður en við fórum í hljóðprufu í gær og það var fremur svekkjandi, en við vorum komnar í mikinn stuð-tónleikagír.
Þetta var smá antí-klímax á annars öflugum túr.
En ég er komin í nokurra vikna ferðalagafrí, það er alveg ágætt að fá smá pásu frá því að búa endalaust í ferðatösku.

Valdís

No comments: