Þessar tæpu 4 vikur sem við höfum verið á fartinni eru búnar að vera ansi notalegar og hefur verið sveitaleg út-á-landi stemmning í hópnum síðan við fórum frá London.
Það ríkja blendnar tifinningar gangvart ofur-Evróputúrnum í júlí, sökum þess að hann er jafnframt sá síðasti. Það verður einkennilegt að fara ekki aftur á túr í haust, en það tekur eitthvað annað við.
En við byrjum lokatúrinn á afar spennandi stað sem ekki má upplýsa hver er eins og stendur.
Ég læt eitthvað í mér heyra á næstu 8 vikum sem við verðum á fagra Ísalandi, en læt hér í lokin fylgja tvær myndir sem teknar voru á Hammersmith Apollo tónleikum í London:
3 comments:
Á ekkert að halda aðra tónleika á Íslandi?
maður veit sosum aldrei.....
hvers vegna var lokatónleikunum aflýst?
Post a Comment