Monday, June 30, 2008

Náttúra

Það var meiriháttar stuð á laugardaginn þegar við spiluðum í Þvottalaugabrekkunni á Náttúrutónleikum.
Björk var með hálsbólgu en það mátti varla heyra á henni, hún kann svo sannarlega að kýla á það.
Ég minnist þess ekki að hafa spilað í eins miklum kulda og raunin var á sviðinu. Þrátt fyrir mikil hopp og ýktar danshreyfingar fórum við af sviðinu með frosnar tær og bláar varir.
Þetta var samt sem áður ótrúlega gaman og ágætis upptaktur af komandi tónleikaflakki.

Sigur rós með fyrir-tónleika-hvatningu

Wonderbrass og Brassgat í bala sameinast


Damian var í stuði en hann á heiðurinn af myndunum hér að neðan:

Ég og familían

(mynd: Damian)

Uppklappslag: Anchor Song


(mynd: Damian)

Monday, June 23, 2008

Lokatúrinn

Á morgun hefst lokaleggur Volta-túranna átta, með 7 vikna Evrópureisu.
Fyrstu tónleikarnir verða á miðvikudaginn í París en eftir það komum við aftur heim og spilum á laugardaginn í Þvottalaugabrekkunni með Sigur rós og Ólöfu Arnalds.

Það verður víða komið við í sumar, en ferðaplanið hljóðar svo:
Frakkaland-Ísland-England-Finnland-Litháen-Lettland-Þýskaland-Ítalía-Grikkland-Tyrkland-Portúgal-Spánn.

Hér sé stuð.

Saturday, June 14, 2008

Smá auglýsingar

Framundan er 7 vikna Evróputúr sem er jafnframt lokahnykkurinn á Volta ævintýrinu. Þar verður komið víða við, m.a. á auglýstum Náttúru tónleikum í Laugardal með Sigur rós og fleirum góðum.
Þeir sem hafa hins vegar áhuga á að heyra í okkur Undrabrassinu spila annars konar prógramm er bent á að hlusta á útvarpsþátt Erlu Ragnarsdóttur þann 17. júní á Rás 2 þar sem hún spjallar við einhverjar dömur úr Undrabrassinu og síðan má heyra okkur spila á gáskafullri æfingu.
Laugardaginn 21. júní spilum við á lokatónleikum Norræns Hornaþings í Salnum í Kópavogi.

Ég lofa tíðum færslum á blogginu á Evróputúrnum í sumar.

Kv. Valdís Þorkelsdóttir