Framundan er 7 vikna Evróputúr sem er jafnframt lokahnykkurinn á Volta ævintýrinu. Þar verður komið víða við, m.a. á auglýstum Náttúru tónleikum í Laugardal með Sigur rós og fleirum góðum.
Þeir sem hafa hins vegar áhuga á að heyra í okkur Undrabrassinu spila annars konar prógramm er bent á að hlusta á útvarpsþátt Erlu Ragnarsdóttur þann 17. júní á Rás 2 þar sem hún spjallar við einhverjar dömur úr Undrabrassinu og síðan má heyra okkur spila á gáskafullri æfingu.
Laugardaginn 21. júní spilum við á lokatónleikum Norræns Hornaþings í Salnum í Kópavogi.
Ég lofa tíðum færslum á blogginu á Evróputúrnum í sumar.
Kv. Valdís Þorkelsdóttir
No comments:
Post a Comment