Monday, June 30, 2008

Náttúra

Það var meiriháttar stuð á laugardaginn þegar við spiluðum í Þvottalaugabrekkunni á Náttúrutónleikum.
Björk var með hálsbólgu en það mátti varla heyra á henni, hún kann svo sannarlega að kýla á það.
Ég minnist þess ekki að hafa spilað í eins miklum kulda og raunin var á sviðinu. Þrátt fyrir mikil hopp og ýktar danshreyfingar fórum við af sviðinu með frosnar tær og bláar varir.
Þetta var samt sem áður ótrúlega gaman og ágætis upptaktur af komandi tónleikaflakki.

Sigur rós með fyrir-tónleika-hvatningu

Wonderbrass og Brassgat í bala sameinast


Damian var í stuði en hann á heiðurinn af myndunum hér að neðan:

Ég og familían

(mynd: Damian)

Uppklappslag: Anchor Song


(mynd: Damian)

7 comments:

Unknown said...

myndin af þér og familíunni er fyndin...lokuð-opin-lokuð-opin-lokuð augu...þið kunnið að stílisera

Valdis Thorkelsdottir said...

Já það er líklega sökum þess að Salóme vantar í hópinn. Við vorum ekki alveg í jafnvægi.

Anonymous said...

vaaa...
það er eins og ég og gummi séum full æi!
kv, litla sys melur

Gudmundur K. Jonsson said...

Ég var fullur.

Valdis Thorkelsdottir said...

Já eins og fram hefur komið er þetta ekki besta myndin af okkur. Pabbi er alltaf eins og flóttamaður á myndum en mútter er þó í lagi.

Nikki Badlove said...

...mer finnst tid bara edlileg og falleg oll somul....

Anonymous said...

valdís hefuru heyrt lagið stuðlagið um sigur rós með tvíhöfða haha það er svo fyndið
kv,melkorka