Síðan ég skrifaði síðast á bloggið höfum við spilað á Melt! festivalinu í Þýskalandi, skoðað helstu menjar Rómaborgar, notið góðs matar og spilað í hinni mögnuðu Arenu Veronaborgar og klifið upp á Akrópólis-fjall í Aþenu.
Myndir segja fleira en mörg orð.
Þýska stálið var heldur áberandi á Melt!
Richard lazer-goð og Damian eru hrifnir af Tom Selleck lúkkinu
Ég var í miklu túristastuði við Colosseum í Róm
Brasspíur í Vatikaninu
Salóme í túristastuði við Arenuna í Verona
Andi múttu sveif yfir vötnum í vínkjallaranum á veitingastaðnum Dodici Postuli í Verona
Hópmynd af Volta bandinu og hluta af "krúinu" á Dodici Postuli
Þessar skvísur héldu uppi miklu stuði
Við fórum í sunnudagshádeginu í garðinn til Renzo og þáðum léttar veitingar
Renzo, Marina og co. ásamt íslenskum stuðpíum
Það var geggjað að spila í Arenunni í Verona
Í dag fórum við uppá Akrópólis hæð í Aþenu
Á morgun spelum við í Ólympíuhöllinni hér Aþenu sem ku vera ansi stór.
Eigiði góðar stundir og léttar lundir,
Valdís Þorkelsdóttir
Wednesday, July 30, 2008
Sunday, July 20, 2008
Fregnir
Nú um helgina höfum við spókað okkur um í hinni margslungnu Berlín.
Við fengum okkur víetnamskan mat á besta stað í bænum, Monsieur Vuong (fórum reyndar tvisvar!!), tókum nokkrar svart-hvítar passamyndaræmur á Kastanien Alle, misstum okkur aðeins í fata- og búsáhaldabúðum, fengum okkur Fuck-You-Fries á rockabilly-barnum White Trash Fast Food og skemmtum okkur ærlega.
Á eftir höldum við síðan í tveggja tíma rútuferð til að spila á Melt! festivalinu síðar í kvöld. Síðan er það bara Róm á morgun......stuð.
Myndir frá liðinni viku í Riga og Berlín:
Fallega Riga í Lettlandi
Maður fer ekki babúskulaus frá Eystrasaltinu
Lettneskur Barbie-bíll
Sigrún og Monsieur Vuong
Björk, Bergrún und Das Fotoautomat
Þýsk sápukúlulistakona
Við fengum okkur víetnamskan mat á besta stað í bænum, Monsieur Vuong (fórum reyndar tvisvar!!), tókum nokkrar svart-hvítar passamyndaræmur á Kastanien Alle, misstum okkur aðeins í fata- og búsáhaldabúðum, fengum okkur Fuck-You-Fries á rockabilly-barnum White Trash Fast Food og skemmtum okkur ærlega.
Á eftir höldum við síðan í tveggja tíma rútuferð til að spila á Melt! festivalinu síðar í kvöld. Síðan er það bara Róm á morgun......stuð.
Myndir frá liðinni viku í Riga og Berlín:
Fallega Riga í Lettlandi
Maður fer ekki babúskulaus frá Eystrasaltinu
Lettneskur Barbie-bíll
Sigrún og Monsieur Vuong
Björk, Bergrún und Das Fotoautomat
Þýsk sápukúlulistakona
Monday, July 14, 2008
Vilnius
Í gærkvöldi spiluðum við í Vingio Park í Vilnius í Litháen.
Sú nýlunda var að um miðbik tónleikanna spiluðum við Wonderbrassið eitt verk aleinar. Það brassverk var hið magnþrungna Overture sem má finna á Selmasongs sem Björk samdi fyrir "Dancer in the Dark" kvikmyndina. Það var bæði krefjandi og skemmtilegt.
Vilnius er afar fallegur bær, þar eru evrópsk miðbæjar-rólegheit ríkjandi. Það var því ánægjulegt að spóka sig um innan um rússneskar rétttrúnaðar-kirkjur og villtumst við inn í fermingu að þeirra sið í einni kirkjunni.
Stundum er ágætt að setja sig í túristastellingar, allavegana er ekki mikil hætta á að maður missi sig í búðunum þar sem tískan í Vilnius-bæ líkist því sem var móðins í Reykjavík árið 1996. Sumsé ekkert svo smart.
Í fyrstu héldum við að einhver kvefpest herjaði á litháensku þjóðina, en komumst síðar að því að "takk" á litháensku er "atsjú".
Kátar meyjar í Vilnius
Björk og Björk
Ferðabar á hjólum
Tónleikarstæðið í gærkveldi
Sú nýlunda var að um miðbik tónleikanna spiluðum við Wonderbrassið eitt verk aleinar. Það brassverk var hið magnþrungna Overture sem má finna á Selmasongs sem Björk samdi fyrir "Dancer in the Dark" kvikmyndina. Það var bæði krefjandi og skemmtilegt.
Vilnius er afar fallegur bær, þar eru evrópsk miðbæjar-rólegheit ríkjandi. Það var því ánægjulegt að spóka sig um innan um rússneskar rétttrúnaðar-kirkjur og villtumst við inn í fermingu að þeirra sið í einni kirkjunni.
Stundum er ágætt að setja sig í túristastellingar, allavegana er ekki mikil hætta á að maður missi sig í búðunum þar sem tískan í Vilnius-bæ líkist því sem var móðins í Reykjavík árið 1996. Sumsé ekkert svo smart.
Í fyrstu héldum við að einhver kvefpest herjaði á litháensku þjóðina, en komumst síðar að því að "takk" á litháensku er "atsjú".
Kátar meyjar í Vilnius
Björk og Björk
Ferðabar á hjólum
Tónleikarstæðið í gærkveldi
Subscribe to:
Posts (Atom)