Nú um helgina höfum við spókað okkur um í hinni margslungnu Berlín.
Við fengum okkur víetnamskan mat á besta stað í bænum, Monsieur Vuong (fórum reyndar tvisvar!!), tókum nokkrar svart-hvítar passamyndaræmur á Kastanien Alle, misstum okkur aðeins í fata- og búsáhaldabúðum, fengum okkur Fuck-You-Fries á rockabilly-barnum White Trash Fast Food og skemmtum okkur ærlega.
Á eftir höldum við síðan í tveggja tíma rútuferð til að spila á Melt! festivalinu síðar í kvöld. Síðan er það bara Róm á morgun......stuð.
Myndir frá liðinni viku í Riga og Berlín:
Fallega Riga í Lettlandi
Maður fer ekki babúskulaus frá Eystrasaltinu
Lettneskur Barbie-bíll
Sigrún og Monsieur Vuong
Björk, Bergrún und Das Fotoautomat
Þýsk sápukúlulistakona
No comments:
Post a Comment