Saturday, April 28, 2007

Coachella

Í gær komum við til New York og gistum nú á fjórða hótelinu í einni og sömu vikunni.
Það hefur var ansi mikið flandur á okkur í síðustu vikuna, og ég hef nú þegar staðið mig að því að muna ekki hvernig vistaverur næturinnar líta út.
En næstu tólf daga eða svo verðum við í hinni ágætu New York. Jibbí.

Eyðimerkurtónlistarhátíðinni Coachella er nú afstaðin, en við spiluðum þar á föstudaginn fyrir rúmlega 100.000 manns.
Það var mjög spes, mér leið eins og ég væri að fara í rússíbanaferð þegar við heyrðum í trylltum áhorfendum rétt áður en við stigum á svið.
Hins vegar var fremur óhugnalegt að sjá aðframkomna hátíðargesti dregna upp úr þvögunni fremst við sviðið.
Maður varð bara að leiða það hjá sér, og líka hið mikla mannhaf sem var fyrir framan okkur.
Það var ekki leiðinlegt að vera á VIP svæðinu, Ron Jeremey beið fyrir utan og gerði sig líklegan til að heilsa upp á bandið, en honum varð ekki kápan úr þeim klæðunum.
Uppi varð fótur og fit rétt fyrir tónleikana þegar uppábúnum brasspíunum vantaði sárlega hársprey, en hún Kelly Osbourne reddaði kvöldinu með því að lána okkur hárlakkið sitt.
Margar dægurtjörnur voru eitthvað að dúllast á svæðinu, en því miður er ég soddan sveitalúði að ég þekkti þær ekki í sjón, nema kannski leikkonuna Cameron Diaz.

Hér má sjá þónokkrar myndir frá herlegheitunum:

Peter production manager að kynna okkur fyrir búningaskápnum okkar
Image and video hosting by TinyPic

Sumir urðu skyndilega svona brúnir í Kaliforníu
Image and video hosting by TinyPic

Ein í stuði í hljóðprufu á Coachella
Image and video hosting by TinyPic

Coachella-sviðið var ágætt
Image and video hosting by TinyPic

Hér má sjá aftan á pörupiltana í Arctic Monkeys
Image and video hosting by TinyPic

Föngulegur brasshópur og Mark Bell
Image and video hosting by TinyPic

Einhver sniðugur málaði Coachellamynd okkur til heiðurs
Image and video hosting by TinyPic

Særún og ég að grína rétt fyrir tónleika
Image and video hosting by TinyPic

Eftirá var skálað og stiginn léttur dans
Image and video hosting by TinyPic

"Army of me" af Coachella

6 comments:

Anonymous said...

Já þetta lítur ekki svo illa út ha..... Mér finnst mikklu skemmtilegra að vera í prófum!
Hafðiu það gott beibí (ekki það að ég hafi áhyggjur af öðru;)
Kossar og knús,
Kveðja, Vala

Særún said...

Ógeðslega vorum við töffaðar!

Anonymous said...

Þú ert bara orðin landsfrægur bloggari, Mogginn farinn að vitna í þig og allt!
http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1267402

kv.
Halldóra Kristín

Anonymous said...

veistu eitthvað um italíu tónlekana kannski dagsetningu kæra vina

Anonymous said...

já, ég fann þig á simmablogginu: "Hún bloggar af miklum móð um þetta mikla ævintýri og þetta er besta bloggið í bænum í dag. Það heitir “Á túr”. Valdís fær stuð og saknaðarkveðjur frá vinnufélögunum með laginu Grínverjinn sem Laddi gerði ódauðlegt um árið."

kveðjur til röggu og núma frá betunni. :)

Unknown said...

var að mynda þarna fyrir www.icecreamman.com , fullt af myndum ef þið viljið skoða

kv
matti