Wednesday, August 22, 2007

Arenan í Nimes, Frakklandi

Í gærkveldi hófst þriðji hluti heimstúrsins með tónleikum í gömlu hringleikjahúsi í Nimes í Frakklandi.
Það var hin pena M.I.A. sem hitaði liðið upp, en henni hefur heldur betur tekist vel til því að þegar kom að okkur var stemmarinn þvílíkur að lætin í áhorfendunum minntu einna helst á fótboltaleik, og mátti sjá ófáar bylgjur bylgjast meðal áhorfendurna.
Á morgun verða aftur tónleikar á sama stað á sama tíma.
Annars er allt gott að frétta, og má segja að framundan sé mikið spilerí og mikil gleði.

Gengið inn í Arenuna




Allir í stöði


Svona notar Damian Reactable í miklum hita
A


B


C


Það er alltaf allt að gerast baksviðs


Andrea bauð uppá karla-farða




Ég er heldur sátt við útsýnið út um hótelherbergisgluggann minn

No comments: