Saturday, April 28, 2007

Coachella

Í gær komum við til New York og gistum nú á fjórða hótelinu í einni og sömu vikunni.
Það hefur var ansi mikið flandur á okkur í síðustu vikuna, og ég hef nú þegar staðið mig að því að muna ekki hvernig vistaverur næturinnar líta út.
En næstu tólf daga eða svo verðum við í hinni ágætu New York. Jibbí.

Eyðimerkurtónlistarhátíðinni Coachella er nú afstaðin, en við spiluðum þar á föstudaginn fyrir rúmlega 100.000 manns.
Það var mjög spes, mér leið eins og ég væri að fara í rússíbanaferð þegar við heyrðum í trylltum áhorfendum rétt áður en við stigum á svið.
Hins vegar var fremur óhugnalegt að sjá aðframkomna hátíðargesti dregna upp úr þvögunni fremst við sviðið.
Maður varð bara að leiða það hjá sér, og líka hið mikla mannhaf sem var fyrir framan okkur.
Það var ekki leiðinlegt að vera á VIP svæðinu, Ron Jeremey beið fyrir utan og gerði sig líklegan til að heilsa upp á bandið, en honum varð ekki kápan úr þeim klæðunum.
Uppi varð fótur og fit rétt fyrir tónleikana þegar uppábúnum brasspíunum vantaði sárlega hársprey, en hún Kelly Osbourne reddaði kvöldinu með því að lána okkur hárlakkið sitt.
Margar dægurtjörnur voru eitthvað að dúllast á svæðinu, en því miður er ég soddan sveitalúði að ég þekkti þær ekki í sjón, nema kannski leikkonuna Cameron Diaz.

Hér má sjá þónokkrar myndir frá herlegheitunum:

Peter production manager að kynna okkur fyrir búningaskápnum okkar
Image and video hosting by TinyPic

Sumir urðu skyndilega svona brúnir í Kaliforníu
Image and video hosting by TinyPic

Ein í stuði í hljóðprufu á Coachella
Image and video hosting by TinyPic

Coachella-sviðið var ágætt
Image and video hosting by TinyPic

Hér má sjá aftan á pörupiltana í Arctic Monkeys
Image and video hosting by TinyPic

Föngulegur brasshópur og Mark Bell
Image and video hosting by TinyPic

Einhver sniðugur málaði Coachellamynd okkur til heiðurs
Image and video hosting by TinyPic

Særún og ég að grína rétt fyrir tónleika
Image and video hosting by TinyPic

Eftirá var skálað og stiginn léttur dans
Image and video hosting by TinyPic

"Army of me" af Coachella

Wednesday, April 25, 2007

Röndótt mær í Kaliforníu

Nú er ein vika af fimm búin af túrnum.
Allt hefur gengið snuðrulaust fyrir sig, en finnst mér dagarnir einkennast af fremur miklum notalegheitum.
Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af neinu, nema kannski að muna eftir því að halda okkur í blásaralegu góðu formi og vera fyndnar.
Á morgnana er okkur skutlað af rokkgellum í æfingastúdíóið og þar fáum við hádegismat. Svo spilum við kannski í tvo tíma, þá er tea-time, þar á eftir er annað rennsli og þá er framreiddur kvöldverður. Síðan er okkur skutlað aftur uppá hótel.

Ég og Særún hornpía ætluðum að taka sólbaðið með trompi hér í Kaliforníu, en sökum mikilla æfingatarna gafst ekki mikill tími til sólbaðsdýrkunar. Því tókum við á það ráð í gærkvöldi að fara á sólbaðsstofu sem er beint á móti hótelinu. Afgreiðsludaman vorkenndi greinilega okkur, náhvítu íslensku telpunum, og mælti með því að við færum í svokallaðan Power-Mega -Tan spreyklefa. Hún lofaði okkur fallegri og jafnri brúnku sem við gætum verið stoltar af í eyðimörkinni á Coachella.
Ég reið á vaðið og fór fyrst inn í töfraklefann, og lét þessa mögnuðu gusu skvettast á allan líkamann.
Þótti mér þetta vera heldur mikil gusa en ég lét það bara þorna, en síðar kom í ljós að afgreiðsludömunni láðist að segja mér að það mikilvægasta við sprautunina væri að þurrka hana vandlega af líkamanum með handklæði. Í dag leit ég út eins og Esso tígrisdýrið.

Á morgun er svo þriggja tíma ógleðis-hitasvækju-keyrsla í eyðimörkina í Palm Springs.
Þar á að bíða okkur föngulegt spa hótel, þar sem verður farin hópferð í nudd.
Snemma í næstu viku mun ég loksins verða orðin fartölvueigandi, og þá mun ég gera daglega grein fyrir ferðum mínum hér í Ameríkunni.

Læt hér fylgja upptöku sem ég hann á youtube af tónleikunum í Laugardalshöll á annan í páskum.
Það er greinilegt að það má finna margt á þeim vef.

Monday, April 23, 2007

Myndir af afdrifum

Hér má sjá nokkrar myndir af síðustu fimm dögum í New York

SATURDAY NIGHT LIVE æfing

Chris Corsano trommuleikari
Image and video hosting by TinyPic

Brasspíurnar
Image and video hosting by TinyPic

Mark Bell er hress
Image and video hosting by TinyPic

Jónas Sen er fönní
Image and video hosting by TinyPic

Saturday Night LIVE tónlistarsettið
Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Ég að grína á lúðurinn
Image and video hosting by TinyPic

Sylvía dead on!
Image and video hosting by TinyPic

Scarlett þáttarstjórnandi er ekki ljót
Image and video hosting by TinyPic

Ég stalst til að taka eina hreyfða mynd í beinni
Image and video hosting by TinyPic

Sumar voru í stuði
Image and video hosting by TinyPic

Dave Chapelle hitti mig í eftirpartýinu
Image and video hosting by TinyPic

Brjóstaskoruherbergið okkar Sylvíu í West Hollywood, LA
Image and video hosting by TinyPic

Ragga aðstoðarkona Bjarkar, Númi kokkur og Særún horn í sólbaði
Image and video hosting by TinyPic

Í dag fór ég í sólbað, það var næs
Image and video hosting by TinyPic

Afdrif

Jibbi,
Tetta var magnad kvold, vid maettum klukkan fimm i hljodprufu. Klukkan atta var buningarennsli a thaettinum alveg eins og hann myndi vera live, ef eitthvad skyldi nu klikka. Og sidan var thad sjalf utsendingin, reyndar man eg eiginlega ekkert eftir thvi ad hafa verid tharna a svidinu. Eftir thattinn var sidan eftirparty og eftir thad eftir-eftirparty.
A naestu dogum mun eg henda inn myndum af thessu ollu saman.
En nuna erum vid i LA, nanar tiltekid i vestur Hollywood. Thessa vikuna munum vid aefa i Burbank fyrir Coachella festivalid sem er a fostudaginn. Auk thess hef eg akvedid a verda brun her i Caloforniu, svo eg er ad spa i ad skella mer kannksi bara ut i solbad.


Her ad nedan ma sja frammistodu laugardagskvoldsins
Earth intruders



Wanderlust

Friday, April 13, 2007

Allt að gjörast

Image and video hosting by TinyPic
Nú fer að styttast í brottför, við fljúgum til New York á miðvikudaginn.
Fyrsta giggið í Ameríkunni er hvorki meira né minna en bein útsending í SATURDAY NIGHT LIVE á laugardaginn eftir viku!!
Það verður hin ágæta Scarlett Johansson sem verður gestgjafi þáttarins. Leikur mér svo grunur um að nokkrir ungir peyjar sem ég þekki til muni finna til öfundar í minn garð, þar sem margur karlpeningurinn gæfi gull og græna skóga til þess eins að komast í návígi við hina snoppufríðu Scarlett.
Image and video hosting by TinyPic
Kannski skila ég kveðju.

Tuesday, April 10, 2007

Víhú

Í gær hófst heimstúrinn með massívum tónleikum í Laugardalshöllinni. Allt gekk vel miðað við að þetta voru fyrstu heilu tónleikarnir sem bandið spilar saman, en lögin eiga eftir að slípast til á næstu mánuðum.
Við vorum í búningunum okkar, sem eru kannski svolítið hlægilegir að sjá í fyrstu. Minn er skær-blár og eru þeir þeim eiginleikum gæddir að í Black-lightinu sem verður á tónleikum úti koma fram ýmis mynstur.
Þegar síðasta lagið var búið varð ég svo æst að þegar við hlupum á eftir Björk af sviðinu gleymdi ég að taka mónitórinn (ómþórinn svokallaða) úr eyranu með þeim afleiðingum að ég sparkaði trompetinum mínum á trompetinn hennar Sylvíu. Var ég því heldur hrædd um að litla ótryggða gersemin mín hefði farið í mask, en sú var ekki raunin, allavega virkaði hann í uppklappslaginu.

Áhorfendur voru greinilega í miklu stuði, en þótti mér nokkuð áberandi fjöldi útlendinga sem höfðu raðað sér fremst við sviðið. Einnig mátti heyra milli laga hróp þróttmikilla Ítala, sem kölluðu í sífellu "Bravi" "Bravissimo", og þótti okkur það heldur kjánalegt á tónleikum hér á fróni. Síðar um kvöldið kom hins vegar í ljós að þróttmiklu Ítalarnir hefðu verið karl faðir minn, sem fann sig knúinn til að lýsa hrifningu sinni á þessa leið.

Læt hér fylgja nokkrar stuðmyndir:

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

svo var skálað
Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Wednesday, April 4, 2007

Fyrsta giggið

Það var ansi sérstök tilfinning að stíga á stokk í fyrsta sinn með brasspíunum og sjálfri aðaldömunni á Nasa sl. sunnudagskvöld. Að mínu mati var þetta alveg ágætis frammistaða hjá okkur, ekkert brak og engir brestir.

Image and video hosting by TinyPic
Fyrst tóku Björk og Jónas Sen "Cover me"

Image and video hosting by TinyPic
síðan bættumst við við, skelltum hljóðnemunum á lúðrana og lékum "Immature" og "The Anchor Song"

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic