Tuesday, April 10, 2007

Víhú

Í gær hófst heimstúrinn með massívum tónleikum í Laugardalshöllinni. Allt gekk vel miðað við að þetta voru fyrstu heilu tónleikarnir sem bandið spilar saman, en lögin eiga eftir að slípast til á næstu mánuðum.
Við vorum í búningunum okkar, sem eru kannski svolítið hlægilegir að sjá í fyrstu. Minn er skær-blár og eru þeir þeim eiginleikum gæddir að í Black-lightinu sem verður á tónleikum úti koma fram ýmis mynstur.
Þegar síðasta lagið var búið varð ég svo æst að þegar við hlupum á eftir Björk af sviðinu gleymdi ég að taka mónitórinn (ómþórinn svokallaða) úr eyranu með þeim afleiðingum að ég sparkaði trompetinum mínum á trompetinn hennar Sylvíu. Var ég því heldur hrædd um að litla ótryggða gersemin mín hefði farið í mask, en sú var ekki raunin, allavega virkaði hann í uppklappslaginu.

Áhorfendur voru greinilega í miklu stuði, en þótti mér nokkuð áberandi fjöldi útlendinga sem höfðu raðað sér fremst við sviðið. Einnig mátti heyra milli laga hróp þróttmikilla Ítala, sem kölluðu í sífellu "Bravi" "Bravissimo", og þótti okkur það heldur kjánalegt á tónleikum hér á fróni. Síðar um kvöldið kom hins vegar í ljós að þróttmiklu Ítalarnir hefðu verið karl faðir minn, sem fann sig knúinn til að lýsa hrifningu sinni á þessa leið.

Læt hér fylgja nokkrar stuðmyndir:

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

svo var skálað
Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

3 comments:

Anonymous said...

Þið voruð hrottalega flottar brassstelpurnar á tónleikunum.
Ég mun fylgjast æst af spennu með bloggi af heimstúr Valdísar.

Anonymous said...

Hæ való.Mjög flottir tónleikar en bara dáldill mikill hávaði í tölvunum en það er allt í lagi og þetta er mjög flott síða.
kveðja............
melkitty litla systir

Anonymous said...

Reyndar voru þetta spánverjar sem hrópuðu "Guapísima!" ("Sætust!") á Björk. Gott hún varð ekki skelkuð.