Við vorum í búningunum okkar, sem eru kannski svolítið hlægilegir að sjá í fyrstu. Minn er skær-blár og eru þeir þeim eiginleikum gæddir að í Black-lightinu sem verður á tónleikum úti koma fram ýmis mynstur.
Þegar síðasta lagið var búið varð ég svo æst að þegar við hlupum á eftir Björk af sviðinu gleymdi ég að taka mónitórinn (ómþórinn svokallaða) úr eyranu með þeim afleiðingum að ég sparkaði trompetinum mínum á trompetinn hennar Sylvíu. Var ég því heldur hrædd um að litla ótryggða gersemin mín hefði farið í mask, en sú var ekki raunin, allavega virkaði hann í uppklappslaginu.
Áhorfendur voru greinilega í miklu stuði, en þótti mér nokkuð áberandi fjöldi útlendinga sem höfðu raðað sér fremst við sviðið. Einnig mátti heyra milli laga hróp þróttmikilla Ítala, sem kölluðu í sífellu "Bravi" "Bravissimo", og þótti okkur það heldur kjánalegt á tónleikum hér á fróni. Síðar um kvöldið kom hins vegar í ljós að þróttmiklu Ítalarnir hefðu verið karl faðir minn, sem fann sig knúinn til að lýsa hrifningu sinni á þessa leið.
Læt hér fylgja nokkrar stuðmyndir:







svo var skálað


3 comments:
Þið voruð hrottalega flottar brassstelpurnar á tónleikunum.
Ég mun fylgjast æst af spennu með bloggi af heimstúr Valdísar.
Hæ való.Mjög flottir tónleikar en bara dáldill mikill hávaði í tölvunum en það er allt í lagi og þetta er mjög flott síða.
kveðja............
melkitty litla systir
Reyndar voru þetta spánverjar sem hrópuðu "Guapísima!" ("Sætust!") á Björk. Gott hún varð ekki skelkuð.
Post a Comment