Nú er ég komin heim eftir notalega dvöl í Kaupmannahöfn og London, og verð heima næstu tvær vikurnar eða svo.
Í gær spiluðum við í hinum margrómaða sjónvarpsþætti Later with Jools Holland.
Það sem stóð uppúr þáttöku okkar í þeim þætti var án efa viðvera goðsagnarinnar Paul McCartneys. Hann var fremur prúðmannlegur, enda sómamaður mikill, og vildi endilega fá að prófa að blása í trompetinn minn. Ég sagði nú ekki nei við því.
Reyndar varð ég í fyrsta skipti alvarlega "starstrucked", og átti erfitt með svefn í nótt sökum stjörnulosts. Ég tísti eins og smástelpa þegar hann talaði við mig, og þrátt fyrir að hann talaði skýra ensku náði ég varla því sem hann sagði, í þvílíku ástandi var ég.
Við þurftum að bíða í tónlistarsettinu okkar eftir hljóðprufunni, en þá settist Paul við flygilinn í tónlistarsettinu sem var beint á móti og flutti rétt sisona "Lady Madonna". Ég fór næstum því að skæla.
Þátturinn rúllaði síðan í gegn, eins og um beina útsendigu væri að ræða, en við vorum einungis eitt bandið af sjö.
Herlegheitin fara síðan í loftið núna á föstudaginn.
Harpa stalst til að taka nokkrar myndir:
Paul að spila ásamt bandinu sínu í Jools Holland tónlistarsettinu
Paul að setja sig í stellingar
Í Tívolíinu í Köben fór ég á Big-band tónleika, en varð að fara því að þessi blasti við fyrir framan okkur og ég gat ekki hætt að hlæja:
5 comments:
ég hélt í 3 sekúndur að þetta væri Paul McCartney plömm og hugsaði með sjálfum mér; SNILLD!.
en svo sá ég að svo var ekki, hrikalega svekkjandi.
kveðja Ronnie
Sæl gæskan!
Paul er Púllari og þ.a.l. kúlturmaður! YNWA
Skammell
Það tók mig nokkra daga að fatta hvað YWNWA þýddi.
Í fjarlægð virðist Páll vera í hjólastól. Haha. Sjáumst á morgun.
who's booty is dat?
Post a Comment