Nú fer að styttast í brottför, en við höldum til S-Ameríku snemma á þriðjudaginn.
Fyrsti viðkomustaður okkar er Brasilía, en við munum spila á TIM festivalinu í Rio de Janiero, Sao Paolo og í Curitiba. Þaðan förum við til Argentinu, Chile, Perú og endum í Kólumbíu.
Það verður heilmikið flandur á okkur, en á tæpum 4 vikum munum við fara í hvorki meira né minna en 13 flug.
Því verður ekki neitað að ég sé að verða ansi spennt yfir för okkar þarna niðureftir, en líka eilítið kvíðin.
Það sem ég kvíði þó einna mest er að fá einhver illindi í magann, því við þurfum þrátt fyrir allt glens að spila á tvennum tónleikum í hverri viku.
En maður er sosum búin að láta bólusetja sig fyrir öllu sem hægt er að bólusetja mann fyrir, svo nú ætti mér óhætt að vera bitin af sjúkum hundi, fá gulu-sóttina og að gista í skógum Amazons ef það ber undir.
En í næstu viku ætla ég að baða mig á þessari strönd:
1 comment:
Djöfull! Ipanema! I long for this!
Post a Comment