Í gærkvöldi spiluðum við við góðar undirtektir í risaskemmu í Hong Kong, en þess má geta að hinir margfrægu Backstreet Boys munu troða þar upp í kvöld. Gaman að því.
Nú erum við hins vegar komin til Shanghai, eftir ei þrautalaust ferðalag frá Hong Kong.
En eins og flestir vita er mikil mannmergð í Kína, það má segja að það sé fólk alls staðar, í öllum hliðargötum, á hverju götuhorni. Umferðin er eftir því en við vorum í tæpa 3 klukkutíma á leiðinni frá flugvellinum á hótelið.
En framundan eru lokatónleikar okkar á þessum massíva túr, en við spilum í Shanghai Changning Arena núna á sunnudaginn kemur.
Mistur í Hong Kong
Erla í einum af rúllustigunum í Soho-brekkunni í Hong Kong
Sviðið í Hong Kong skemmunni
Brynja sefur í rútunni og Særún hlær
Friday, February 29, 2008
Sunday, February 24, 2008
Japan
Eftir stutt og þægilegt hraðlestarferðalag frá Tokyo erum við komin til Osaka í Japan.
Á morgun munum við síðan spila í Osaka Castle Hall fyrir um 16.ooo hressa Japana.
Nú fer að styttast í heimför þar sem við höldum sem leið liggur til Hong Kong snemma á þriðjudagsmorgun en verðum komin til fagra Íslands einungis viku seinna.
Japönsk myndasýning:
Fremur dasaðar eftir verslunar-maraþon í Asakusa markaðinum, Tokyo
Voða artí hús í Harajuku
Mark Bell var afmælisbarn kvöldsins eftir seinni Budokan tónleikana
Sunna og Kosugi voru hress á Budokan tónleikunum
Osaka séð frá hótelglugganum mínum
Í verslunarmiðstöðinni við hliðina á hótelinu okkar tók á móti okkur hátíðlegur orgelleikur
Bangsalatte
Við máttum sitja á gólfnu að japönskum sið á veitingastað í Kyoto
Íslensku víkingakonurnar fundu vott af náladofa við setuna
Á morgun munum við síðan spila í Osaka Castle Hall fyrir um 16.ooo hressa Japana.
Nú fer að styttast í heimför þar sem við höldum sem leið liggur til Hong Kong snemma á þriðjudagsmorgun en verðum komin til fagra Íslands einungis viku seinna.
Japönsk myndasýning:
Fremur dasaðar eftir verslunar-maraþon í Asakusa markaðinum, Tokyo
Voða artí hús í Harajuku
Mark Bell var afmælisbarn kvöldsins eftir seinni Budokan tónleikana
Sunna og Kosugi voru hress á Budokan tónleikunum
Osaka séð frá hótelglugganum mínum
Í verslunarmiðstöðinni við hliðina á hótelinu okkar tók á móti okkur hátíðlegur orgelleikur
Bangsalatte
Við máttum sitja á gólfnu að japönskum sið á veitingastað í Kyoto
Íslensku víkingakonurnar fundu vott af náladofa við setuna
Wednesday, February 20, 2008
Tokyo
Nú höfum við dvalið hér í Tokyo í 3 daga og verð ég að játa að ég er stórhrifin af borginni og er Tokyo orðin nýja uppáhalds borgin mín, næst á eftir New York.
Við höfum eytt mestum tíma okkar í trylltum verslunum og keypt allskyns (óþarfa) varning eins og t.d. Pro Air Guitar og penna em er eins og sjónvarps-hljóðnemi í fullri stærð.
Það er áberandi hversu allt er yfirgengilega snyrtilegt hér í Tokyo. Ég sótthreinsa hendurnar áður en ég borða á veitingastöðunum og ég verð að fara úr skónum áður en ég fer í mátunarklefann í fatabúðunum.
Enda eru Japanir ansi penir og kurteisir. Eru ævinlega að beygja sig og bugta.
Það sama má segja um Japanana sem hlýddu á okkur í Budokan höllinni í gærkvöldi.
Um 10.000 manns sátu í höllinni en það hefði mátt halda að áhorfendatalan væri nær 100 því það var dauðaþögn á milli laga fyrir utan aumt gól frá einum sem hafði bersýnilega fengið sér of mikið Saki með kvöldmatnum.
En tónleikarnir gengu vel, og undir lokin var fólk farið að dilla sér og syngja með.
Eftir tónleikana fórum við í einka-karókí samkvæmi og það kom mér á óvart hversu tæknilegur karókíbúnaðurinn er orðinn. Maður valdi lögin á stórri fjarstýringu sem var með snertiskjá og fyrir utan að hægt væri að velja næstum hvaða lag sem var, var líka hægt að velja í hvaða tóntegund maður vildi syngja það.
Það var vel tekið á því og mættu rámar brasspíur í morgunmatinn í morgun.
Brynja og Særún tékka á sýnishorna-eftirréttum
Ég og Björk að versla í Harajuku
Japanskir sjálfssalar eru voða smart
Brynja, Sigrún og Björk sitja í Women Only sætum í neðanjarðarlestinni
Við fórum á ekta Sushi stað
Stuð í Tokyo
Budokan höllin, þar sem m.a. Bítlarnir spiluðu í denn
Frekar margir að ganga yfir gatnamót í Shibuya
Hér má sjá verslunarafrakstur dagsins
Við höfum eytt mestum tíma okkar í trylltum verslunum og keypt allskyns (óþarfa) varning eins og t.d. Pro Air Guitar og penna em er eins og sjónvarps-hljóðnemi í fullri stærð.
Það er áberandi hversu allt er yfirgengilega snyrtilegt hér í Tokyo. Ég sótthreinsa hendurnar áður en ég borða á veitingastöðunum og ég verð að fara úr skónum áður en ég fer í mátunarklefann í fatabúðunum.
Enda eru Japanir ansi penir og kurteisir. Eru ævinlega að beygja sig og bugta.
Það sama má segja um Japanana sem hlýddu á okkur í Budokan höllinni í gærkvöldi.
Um 10.000 manns sátu í höllinni en það hefði mátt halda að áhorfendatalan væri nær 100 því það var dauðaþögn á milli laga fyrir utan aumt gól frá einum sem hafði bersýnilega fengið sér of mikið Saki með kvöldmatnum.
En tónleikarnir gengu vel, og undir lokin var fólk farið að dilla sér og syngja með.
Eftir tónleikana fórum við í einka-karókí samkvæmi og það kom mér á óvart hversu tæknilegur karókíbúnaðurinn er orðinn. Maður valdi lögin á stórri fjarstýringu sem var með snertiskjá og fyrir utan að hægt væri að velja næstum hvaða lag sem var, var líka hægt að velja í hvaða tóntegund maður vildi syngja það.
Það var vel tekið á því og mættu rámar brasspíur í morgunmatinn í morgun.
Brynja og Særún tékka á sýnishorna-eftirréttum
Ég og Björk að versla í Harajuku
Japanskir sjálfssalar eru voða smart
Brynja, Sigrún og Björk sitja í Women Only sætum í neðanjarðarlestinni
Við fórum á ekta Sushi stað
Stuð í Tokyo
Budokan höllin, þar sem m.a. Bítlarnir spiluðu í denn
Frekar margir að ganga yfir gatnamót í Shibuya
Hér má sjá verslunarafrakstur dagsins
Sunday, February 17, 2008
Flughrædd í Asíu
Í gærkveldi spiluðum við fyrir fullri Ólympíuhöll í Seoul og var á köflum ansi spaugilegt að fygljast með penum Kóreubúum sleppa fram af sér beislinu.
Í 2 klukkustunda massa-hljóðprufunni fyrir tónleikana dustuðum við rykið af nokkrum vel völdum lögum og fluttum svo í fyrsta skipti á tónleikum Vertebrae by Vertebrae af Voltu sem heppnaðist alveg hreint ágætlega.
Nú erum við komin til Tokyo eftir vægast sagt krefjandi flug. Allavegana fannst mér eins og vélin væri að hrapa þegar hún lækkaði flugið fyrir lendingu.
Í stað þess að panikka hlustaði ég á Ellý Vilhjálms, lokaði augunum og ímyndaði mér að ég væri í rússíbana. Það róar yfirleitt alltaf taugarnar í flugi, eða náttúrulega ef ég hlusta á ABBA.
Þótt undarlegt megi virðast þá er ég sífellt að verða flughræddari, en ég er einn af hlægilegu flugfarþegunum sem ríghalda með lokuð augun í stólarmana í ókyrrð.
Samt sem áður skipta flugferðir á síðastliðnu ári tugum ef ekki hundruðum.
Það er soldið spes.
Myndir:
Í Seoul tíðkast það að elda matin sjálfur
Andrea og Brynja skákdúllur
Ólympíuhöllin í Seoul að innan
Hótelherbergið mitt hér í Tokyo er dæmigert með krúttlegum japönskum rennigluggum og kimono-náttsloppum á rúminu
Faxtækið mun án efa koma sér vel...
...sem og klósettstýribúnaðurinn
Í 2 klukkustunda massa-hljóðprufunni fyrir tónleikana dustuðum við rykið af nokkrum vel völdum lögum og fluttum svo í fyrsta skipti á tónleikum Vertebrae by Vertebrae af Voltu sem heppnaðist alveg hreint ágætlega.
Nú erum við komin til Tokyo eftir vægast sagt krefjandi flug. Allavegana fannst mér eins og vélin væri að hrapa þegar hún lækkaði flugið fyrir lendingu.
Í stað þess að panikka hlustaði ég á Ellý Vilhjálms, lokaði augunum og ímyndaði mér að ég væri í rússíbana. Það róar yfirleitt alltaf taugarnar í flugi, eða náttúrulega ef ég hlusta á ABBA.
Þótt undarlegt megi virðast þá er ég sífellt að verða flughræddari, en ég er einn af hlægilegu flugfarþegunum sem ríghalda með lokuð augun í stólarmana í ókyrrð.
Samt sem áður skipta flugferðir á síðastliðnu ári tugum ef ekki hundruðum.
Það er soldið spes.
Myndir:
Í Seoul tíðkast það að elda matin sjálfur
Andrea og Brynja skákdúllur
Ólympíuhöllin í Seoul að innan
Hótelherbergið mitt hér í Tokyo er dæmigert með krúttlegum japönskum rennigluggum og kimono-náttsloppum á rúminu
Faxtækið mun án efa koma sér vel...
...sem og klósettstýribúnaðurinn
Thursday, February 14, 2008
블로그 만들기
Erum sem stendur í Seoul, Kóreu.
Það er æði sérstakt, ekki hefði ég getað ímyndað mér að Asía væri svo sérstök eins og raun ber vitni. Það segir sig sjálft að fólkið er öðurvísi en það er líka (fúkka) lyktin og loftslagið, en hér er nístingskuldi, sem er sosum ágætt eftir molluna og öll moskítóbitin í Indónesíu.
Það var eins gott að Harpa og Thelma gátu skýlt sér í reykingarskýlinu á fugvellinum í Indónesíu
Á flugvellinum í Singapore er hægt að fara á internetið og bregða sér svo í sund
Lobbý-listaverkið á hótelinu okkar eltir Sigrúnu
..
Add to My Profile | More Videos
Kóreskur matseðill í þrívídd
Því verður ekki neitað að við skerum okkur eilítið úr á götum Seoul
Það er æði sérstakt, ekki hefði ég getað ímyndað mér að Asía væri svo sérstök eins og raun ber vitni. Það segir sig sjálft að fólkið er öðurvísi en það er líka (fúkka) lyktin og loftslagið, en hér er nístingskuldi, sem er sosum ágætt eftir molluna og öll moskítóbitin í Indónesíu.
Það var eins gott að Harpa og Thelma gátu skýlt sér í reykingarskýlinu á fugvellinum í Indónesíu
Á flugvellinum í Singapore er hægt að fara á internetið og bregða sér svo í sund
Lobbý-listaverkið á hótelinu okkar eltir Sigrúnu
..
Add to My Profile | More Videos
Kóreskur matseðill í þrívídd
Því verður ekki neitað að við skerum okkur eilítið úr á götum Seoul
Monday, February 11, 2008
River-rafting á Balí
Á sunnudaginn var héldum við í River-rafting á Balí.
Það var æði sérstakt og minnti á köflum einna helst á atriði úr Indiana Jones bíómynd þar sem við sigldum í gegnum frumskóg með stórbrotinni náttúrufegurð.
Það er soldið erfitt að vera töff með hjálm og í björgunarvesti
Brynja stekkur með stæl
Nú erum við hins vegar komin til Jakarta í Indónesíu.
En í kvöld verða fyrstu tónleikar okkar af sjö í Asíuhluta túrsins.
Það verður stöð.
Það var æði sérstakt og minnti á köflum einna helst á atriði úr Indiana Jones bíómynd þar sem við sigldum í gegnum frumskóg með stórbrotinni náttúrufegurð.
Það er soldið erfitt að vera töff með hjálm og í björgunarvesti
Brynja stekkur með stæl
Nú erum við hins vegar komin til Jakarta í Indónesíu.
En í kvöld verða fyrstu tónleikar okkar af sjö í Asíuhluta túrsins.
Það verður stöð.
Friday, February 8, 2008
Á fílabaki
Það má segja að það sé allt að gerast hérna á Balí, en í nótt reið yfir jarðskjálfti sem ku vera fremur algengt á þessum slóðum.
Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir náttúruhamfarir og ákvað því að sleppa fyrirhugaðri eldfjallaferð í dag en fór þess í stað með nokkrum góðum á fílabak.
Blauti sundlaugarbarinn er alltaf vinsæll
Særún og Björk bregða sér á bak
Við Brynja fíluðum okkur vel
Sigrún, fílinn Cindy Crawford og ég
Fíla-túrista-hópmynd
Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir náttúruhamfarir og ákvað því að sleppa fyrirhugaðri eldfjallaferð í dag en fór þess í stað með nokkrum góðum á fílabak.
Blauti sundlaugarbarinn er alltaf vinsæll
Særún og Björk bregða sér á bak
Við Brynja fíluðum okkur vel
Sigrún, fílinn Cindy Crawford og ég
Fíla-túrista-hópmynd
Wednesday, February 6, 2008
Bali
Í fyrradag flugum við frá Ástralíu til eyjarinnar Bali í Indónesíu.
Hér munum við dvelja í viku í sólbaði og almennri afslöppun.
Í gærkveldi var boðið uppá klassískan balískan ballett á hótelinu og lék æði sérstök Gamelan hljómsveit undir
Sigrún og yfirkokkurinn urðu góðir vinir
Í hádeginu borðuðum við í eins konar hofi og okkur stóð til boða að skreppa í sund á meðan við byðum eftir matnum
Hrísgrjónaakurnn fyrir utan þar sem við borðuðum í hádeginu var fagur ásýndar
Í dag fórum við einnig í massíva skoðunarferð um eyjuna eða "Shitseeing" eins og leiðsögumaður okkar orðaði það svo skemmtilega.
Við fórum meðal annars í frægt apa-musteri þar sem aparnir búa frjálsir.
Það var ansi magnað að sjá þá lifa lausa og hamingjusama í muserinu, sem er ansi ólkíkt því sem maður er vanur að sjá í almennum dýragörðum.
Öpunum líkaði vel við Thelmu og Bergrúnu
Apar að tjila í musterinu
Við urðum að klæðast pilsum að hindúískum sið er inn í apa-musterið var komið.
Musterishópmynd (það kann að vera annkannalegt en takið eftir að ég er soldið eins og api á þessari mynd)
Hér munum við dvelja í viku í sólbaði og almennri afslöppun.
Í gærkveldi var boðið uppá klassískan balískan ballett á hótelinu og lék æði sérstök Gamelan hljómsveit undir
Sigrún og yfirkokkurinn urðu góðir vinir
Í hádeginu borðuðum við í eins konar hofi og okkur stóð til boða að skreppa í sund á meðan við byðum eftir matnum
Hrísgrjónaakurnn fyrir utan þar sem við borðuðum í hádeginu var fagur ásýndar
Í dag fórum við einnig í massíva skoðunarferð um eyjuna eða "Shitseeing" eins og leiðsögumaður okkar orðaði það svo skemmtilega.
Við fórum meðal annars í frægt apa-musteri þar sem aparnir búa frjálsir.
Það var ansi magnað að sjá þá lifa lausa og hamingjusama í muserinu, sem er ansi ólkíkt því sem maður er vanur að sjá í almennum dýragörðum.
Öpunum líkaði vel við Thelmu og Bergrúnu
Apar að tjila í musterinu
Við urðum að klæðast pilsum að hindúískum sið er inn í apa-musterið var komið.
Musterishópmynd (það kann að vera annkannalegt en takið eftir að ég er soldið eins og api á þessari mynd)
Subscribe to:
Posts (Atom)