Í fyrradag flugum við frá Ástralíu til eyjarinnar Bali í Indónesíu.
Hér munum við dvelja í viku í sólbaði og almennri afslöppun.
Í gærkveldi var boðið uppá klassískan balískan ballett á hótelinu og lék æði sérstök Gamelan hljómsveit undir
Sigrún og yfirkokkurinn urðu góðir vinir
Í hádeginu borðuðum við í eins konar hofi og okkur stóð til boða að skreppa í sund á meðan við byðum eftir matnum
Hrísgrjónaakurnn fyrir utan þar sem við borðuðum í hádeginu var fagur ásýndar
Í dag fórum við einnig í massíva skoðunarferð um eyjuna eða "Shitseeing" eins og leiðsögumaður okkar orðaði það svo skemmtilega.
Við fórum meðal annars í frægt apa-musteri þar sem aparnir búa frjálsir.
Það var ansi magnað að sjá þá lifa lausa og hamingjusama í muserinu, sem er ansi ólkíkt því sem maður er vanur að sjá í almennum dýragörðum.
Öpunum líkaði vel við Thelmu og Bergrúnu
Apar að tjila í musterinu
Við urðum að klæðast pilsum að hindúískum sið er inn í apa-musterið var komið.
Musterishópmynd (það kann að vera annkannalegt en takið eftir að ég er soldið eins og api á þessari mynd)
No comments:
Post a Comment