Í gærkvöldi spiluðum við við góðar undirtektir í risaskemmu í Hong Kong, en þess má geta að hinir margfrægu Backstreet Boys munu troða þar upp í kvöld. Gaman að því.
Nú erum við hins vegar komin til Shanghai, eftir ei þrautalaust ferðalag frá Hong Kong.
En eins og flestir vita er mikil mannmergð í Kína, það má segja að það sé fólk alls staðar, í öllum hliðargötum, á hverju götuhorni. Umferðin er eftir því en við vorum í tæpa 3 klukkutíma á leiðinni frá flugvellinum á hótelið.
En framundan eru lokatónleikar okkar á þessum massíva túr, en við spilum í Shanghai Changning Arena núna á sunnudaginn kemur.
Mistur í Hong Kong
Erla í einum af rúllustigunum í Soho-brekkunni í Hong Kong
Sviðið í Hong Kong skemmunni
Brynja sefur í rútunni og Særún hlær
No comments:
Post a Comment