Jæja, þá er komið að því að við höldum aftur í hann eftir langt og gott frí.
Ég neita því ekki að maður sé að verða ansi spenntur að komast aftur í tónleikafílinginn, en við förum á 4 vikna Bretlandstúr á fimmtudaginn.
Fyrstu tónleikar okkar verða í Manchester núna á föstudaginn en eftir það verða þrennir stórtónleikar í Hammersmith Apollo í London. Síðan tekur við rútuferðalag um stóra Bretland þar sem að víða verður komið við.
Ég læt hér fylgja ógleymanlegt myndband frá því við vorum í Shanghai en ég gat ekki birt það þegar ég dvaldi þar sökum mikillar ritskoðunar í Kína.
Forsaga myndbandsins er sú að við fórum að sjá ekta kínverska óperu sem var um 5 klukkustunda löng. Í myndbandinu sést hvernig líðan Sigrúnar yngri var þegar einungis 15 mínútur voru liðnar af sýningunni:
1 comment:
haha snilldar myndband. veit samt ekki hvort ég segi það sama um óperuna...
Post a Comment