Sunday, February 17, 2008

Flughrædd í Asíu

Í gærkveldi spiluðum við fyrir fullri Ólympíuhöll í Seoul og var á köflum ansi spaugilegt að fygljast með penum Kóreubúum sleppa fram af sér beislinu.
Í 2 klukkustunda massa-hljóðprufunni fyrir tónleikana dustuðum við rykið af nokkrum vel völdum lögum og fluttum svo í fyrsta skipti á tónleikum Vertebrae by Vertebrae af Voltu sem heppnaðist alveg hreint ágætlega.

Nú erum við komin til Tokyo eftir vægast sagt krefjandi flug. Allavegana fannst mér eins og vélin væri að hrapa þegar hún lækkaði flugið fyrir lendingu.
Í stað þess að panikka hlustaði ég á Ellý Vilhjálms, lokaði augunum og ímyndaði mér að ég væri í rússíbana. Það róar yfirleitt alltaf taugarnar í flugi, eða náttúrulega ef ég hlusta á ABBA.
Þótt undarlegt megi virðast þá er ég sífellt að verða flughræddari, en ég er einn af hlægilegu flugfarþegunum sem ríghalda með lokuð augun í stólarmana í ókyrrð.
Samt sem áður skipta flugferðir á síðastliðnu ári tugum ef ekki hundruðum.
Það er soldið spes.

Myndir:

Í Seoul tíðkast það að elda matin sjálfur


Andrea og Brynja skákdúllur


Ólympíuhöllin í Seoul að innan


Hótelherbergið mitt hér í Tokyo er dæmigert með krúttlegum japönskum rennigluggum og kimono-náttsloppum á rúminu


Faxtækið mun án efa koma sér vel...


...sem og klósettstýribúnaðurinn

2 comments:

Anonymous said...

Segðu okkur eitthvað um þennan stýribúnað,þetta virðist mjög áhugavert.

Unknown said...

Ég vil taka það fram að ég vann skákina;)