Wednesday, February 20, 2008

Tokyo

Nú höfum við dvalið hér í Tokyo í 3 daga og verð ég að játa að ég er stórhrifin af borginni og er Tokyo orðin nýja uppáhalds borgin mín, næst á eftir New York.
Við höfum eytt mestum tíma okkar í trylltum verslunum og keypt allskyns (óþarfa) varning eins og t.d. Pro Air Guitar og penna em er eins og sjónvarps-hljóðnemi í fullri stærð.

Það er áberandi hversu allt er yfirgengilega snyrtilegt hér í Tokyo. Ég sótthreinsa hendurnar áður en ég borða á veitingastöðunum og ég verð að fara úr skónum áður en ég fer í mátunarklefann í fatabúðunum.
Enda eru Japanir ansi penir og kurteisir. Eru ævinlega að beygja sig og bugta.
Það sama má segja um Japanana sem hlýddu á okkur í Budokan höllinni í gærkvöldi.

Um 10.000 manns sátu í höllinni en það hefði mátt halda að áhorfendatalan væri nær 100 því það var dauðaþögn á milli laga fyrir utan aumt gól frá einum sem hafði bersýnilega fengið sér of mikið Saki með kvöldmatnum.
En tónleikarnir gengu vel, og undir lokin var fólk farið að dilla sér og syngja með.
Eftir tónleikana fórum við í einka-karókí samkvæmi og það kom mér á óvart hversu tæknilegur karókíbúnaðurinn er orðinn. Maður valdi lögin á stórri fjarstýringu sem var með snertiskjá og fyrir utan að hægt væri að velja næstum hvaða lag sem var, var líka hægt að velja í hvaða tóntegund maður vildi syngja það.
Það var vel tekið á því og mættu rámar brasspíur í morgunmatinn í morgun.

Brynja og Særún tékka á sýnishorna-eftirréttum


Ég og Björk að versla í Harajuku


Japanskir sjálfssalar eru voða smart


Brynja, Sigrún og Björk sitja í Women Only sætum í neðanjarðarlestinni


Við fórum á ekta Sushi stað


Stuð í Tokyo


Budokan höllin, þar sem m.a. Bítlarnir spiluðu í denn


Frekar margir að ganga yfir gatnamót í Shibuya


Hér má sjá verslunarafrakstur dagsins

2 comments:

Anonymous said...

sæl kæra vina.
Þakka þér fyrir póstkortið. Allt er gott að frétta héðan úr Borgó best. Nóg að tala um þegar þú kemur heim.
Elska þig
Embla

Valdís said...

Ég þakka blíðuhótin.