Nú er ein vika af fimm búin af túrnum.
Allt hefur gengið snuðrulaust fyrir sig, en finnst mér dagarnir einkennast af fremur miklum notalegheitum.
Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af neinu, nema kannski að muna eftir því að halda okkur í blásaralegu góðu formi og vera fyndnar.
Á morgnana er okkur skutlað af rokkgellum í æfingastúdíóið og þar fáum við hádegismat. Svo spilum við kannski í tvo tíma, þá er tea-time, þar á eftir er annað rennsli og þá er framreiddur kvöldverður. Síðan er okkur skutlað aftur uppá hótel.
Ég og Særún hornpía ætluðum að taka sólbaðið með trompi hér í Kaliforníu, en sökum mikilla æfingatarna gafst ekki mikill tími til sólbaðsdýrkunar. Því tókum við á það ráð í gærkvöldi að fara á sólbaðsstofu sem er beint á móti hótelinu. Afgreiðsludaman vorkenndi greinilega okkur, náhvítu íslensku telpunum, og mælti með því að við færum í svokallaðan Power-Mega -Tan spreyklefa. Hún lofaði okkur fallegri og jafnri brúnku sem við gætum verið stoltar af í eyðimörkinni á Coachella.
Ég reið á vaðið og fór fyrst inn í töfraklefann, og lét þessa mögnuðu gusu skvettast á allan líkamann.
Þótti mér þetta vera heldur mikil gusa en ég lét það bara þorna, en síðar kom í ljós að afgreiðsludömunni láðist að segja mér að það mikilvægasta við sprautunina væri að þurrka hana vandlega af líkamanum með handklæði. Í dag leit ég út eins og Esso tígrisdýrið.
Á morgun er svo þriggja tíma ógleðis-hitasvækju-keyrsla í eyðimörkina í Palm Springs.
Þar á að bíða okkur föngulegt spa hótel, þar sem verður farin hópferð í nudd.
Snemma í næstu viku mun ég loksins verða orðin fartölvueigandi, og þá mun ég gera daglega grein fyrir ferðum mínum hér í Ameríkunni.
Læt hér fylgja upptöku sem ég hann á youtube af tónleikunum í Laugardalshöll á annan í páskum.
Það er greinilegt að það má finna margt á þeim vef.
6 comments:
Óska ykkur áframhaldandi góðra rokkstunda - þú skilar kveðju til píanna. Stay cool.
Kv. AÓ
ætlaru að fara í Apple og ögra bóndanum?
Ronnie
Nei, aetli madur verdi ekki hlidholl sinum manni
Eeeeeeeeeeeeeelsku Valdís. Bara að smella á þig einum kossi í formi comments. Og heyrðu, mér finnst þú rosa fín og sæt í bláu lirfunni. Bið að heilsa þeim sem ég þekki þarna. Hafðu það nú gott og blessað.
hallóóó valdís. ég var í mestu makindum að horfa á sjónvarpið sl. laugardagskvöld þegar ég sá þig!!! ég vissi ekkert en brosti bara allan hringinn.
góða skemmtun í þessu ævintýralegu ævintýri.
stuð og stuðningskveðjur frá newyork.
Þú ert snilli, kauptu apple!
kv, steini
Post a Comment