Eftir stutt og þægilegt hraðlestarferðalag frá Tokyo erum við komin til Osaka í Japan.
Á morgun munum við síðan spila í Osaka Castle Hall fyrir um 16.ooo hressa Japana.
Nú fer að styttast í heimför þar sem við höldum sem leið liggur til Hong Kong snemma á þriðjudagsmorgun en verðum komin til fagra Íslands einungis viku seinna.
Japönsk myndasýning:
Fremur dasaðar eftir verslunar-maraþon í Asakusa markaðinum, Tokyo
Voða artí hús í Harajuku
Mark Bell var afmælisbarn kvöldsins eftir seinni Budokan tónleikana
Sunna og Kosugi voru hress á Budokan tónleikunum
Osaka séð frá hótelglugganum mínum
Í verslunarmiðstöðinni við hliðina á hótelinu okkar tók á móti okkur hátíðlegur orgelleikur
Bangsalatte
Við máttum sitja á gólfnu að japönskum sið á veitingastað í Kyoto
Íslensku víkingakonurnar fundu vott af náladofa við setuna
1 comment:
flott bangsakaffi
Post a Comment