Friday, July 27, 2007

Paleo festivalið í Sviss

Á miðvikudaginn spiluðum við á Paleo festivalinu í Nyon í Sviss.
Það var heljarinnar stöð.
Arcade Fire voru að spila á undan okkur og vildu þau endilega fá okkur brasspíurnar til að spila með í lokalaginu þeirra "Wake Up". Það var nú ekkert svo leiðinlegt.
En nú er öðrum hluta túrsins lokið, þ.e.a.s. Evrópuhlutanum, og erum við í þriggja vikna fríi þar til næsti túr tekur við.

Læt hér fylgja nokkrar myndir úr liðinni viku:

Sylvía, Bergrún og ég að túristast aðeins í Genf


Spilað í gegnum glugga


Söngvarinn í Arcade Fire kennir okkur laglínuna góðu


Systir Napoleon Dynamite hékk aðeins með okkur


Við dressuðum okkur upp áður en við spilðum með AF


Særún fléttaði Sigrúnu eins og hún ætti lífið að leysa



En nú er ég sumsé komin heim sem er ansi notalegt.

Góðar stundir,
Valdís

Wednesday, July 25, 2007

Udine á Ítalíu

Á laugardaginn var spiluðum við í smábænum Udine á Ítalíu. Það var nú gaman.

Snotur tónleikastaður


Chris, Mark og Damian að grína


Margt er sér til gamans gert meðan beðið er eftir hljóðprufu


Svona finnst mér þægilegast að syngja í hljóðnemann


Ghostigital fer yfir lagalistann


Við fögnum nýju make-uppi


Kobbi Fil mætti og var í stuði


Undafarna daga höfum við verið í Genf í Sviss því að nú á eftir munum við spila á Paelo festivalinu hér í Nyon.
Á morgun förum við svo rakleiðis heim til fagra Íslands. Það verður fjör.

Thursday, July 19, 2007

Madrid

Í gær voru tónleikar í Plaza de Toros Las Verntas, sem er víst aðal nautaatshringurinn í Madrid.
Svitamet var slegið í hljóðprufunni, en hitinn fór upp í 44 stig, og mátti maður prísa sig sælan að hafa sloppið við sólsting.
Þrátt fyrir mikið svitakóf var gríðarleg stemmning á tónleikunum, og fá Spánverjar fyrstu verðlaun sem líflegustu áhorfendurnir til þessa. Það var tekið undir í nær öllum lögunum og mátti sjá taktfastar hendur á lofti í stuðhitturunum.

Nautaatshringurinn séður frá mínu sjónarhorni


Chris og Mark að deyja úr hita


Særún er litla horndúllan


Ég kann líka að taka artí myndir


Stigið út úr hringnum


Sumir mættu fyrr á svæðið en aðrir


Ég, Sigrún, Bergrún og Harpa að slaka á rétt fyrir tónleika


Sigrún og Hulda voru í miklu stuði


Tónleikatimburmannadeginum í dag var varið við sundlaugarbakka á hóteli í Marseillle í Frakklandi. Voða næs.

Góðar stundir,
Valdís Þorkelsdóttir

Monday, July 16, 2007

Segovia

Í gærkveldi spiluðum við í Segovia sem er skammt utan við Madrid.
Tónleikarnir voru úti við glæsilegan herragarð/höll sem heitir Palacio Real.
Áhorfendurnir voru einungis um 1200 manns, en það gerði upplifunina miklu nánari og gat maður heyrt í fólkinu syngja með í stuðlögunum.

Wonderbrass að hita sig upp


Hér má sjá krúttlegu áhorfendasætin


Andrea sminkar Hörpu


Stelpurnar að koma sér í stuð fyrir tónleikana




Sunday, July 15, 2007

Fréttir og veður

Nýjustu Bjarkarfregnir herma að við munum spila í Madison Square Garden í New York í september!!!
Það er eiginlega einum of feheitt.





Annars er ég búin að hlaða inn öllum myndunum frá Ameríkutúrnum á myndasíðuna mína (linkinn á hana má sjá hér til hægri) og myndir úr Evrópureisunni eru væntanlegar á næstu dögum.

Úti er sól og sumarylur.
Blæ
Valdís

Saturday, July 14, 2007

Á Spáni

Núna erum við á Spáni, sem er afar notalegt.
Á mánudaginn vorum við í Frakklandi á golf/spa-stað, þar sem við áttum að hvíla okkur og safna orku. Það var nú ekki mikið um að vera þar, en við fórum hins vegar í vínsmökkun á Chateau Margaux, sem er skv. föður Brynju túbu annar flottasti vínbúgarður á öllu Frakklandi. Það munar ekki um það.





Sumar gengu á lagið í vínsmökkuninni


Stelpurnar eru kúltúrveraðar


Í gær spiluðum við á tónleikum við Guggenheim safnið í Bilbao hér á Spáni.


Þessi stóð vörð fyrir utan safnið


Allt að gjörast í hljóðprufu


Spánverjarnir mættu frekar snemma á svæðið


Í morgun komum við til Madrid, en við erum með tónleika á morgun í Segovia sem er í næsta nágrenni. Meira um það síðar.

Monday, July 9, 2007

Dansað á dekki

Margt hefur á daga okkar drifið.
Roskilde var rosalegt drulluævintýri. Það er mér hulin ráðgáta hvernig fólk fór að því að dvelja þar yfir helgina. Þrátt fyrir vonskuveður var stemmningin góð, og var mikið stuð á liðinu eftir tónleikana.

Þessar voru voða penar í forinni


Við spiluðum í Orange tjaldinu


Þessir voru frekar góðir á því


Um helgina vorum við í Amsterdam, en við spiluðum á útitónleikum í Wester Park á sunnudaginn.

Slakað á í rauða hverfinu


Fjör í hljóðprufu


Eftirpartýið fór fram í 2 bátum og fólk var mikið að dansa uppá dekki, en þessi herramaður kaus að sötra bjór.

Monday, July 2, 2007

Pólski

Í gær spilðum við á Open´er Heineken hátíðinni sem er staðsett á gömlum pólskum herflugvelli.
Þetta voru dúndurtónleikar, það sannaðist að Pólverjar kunna sko að skemmta sér og vera í stöði.
Undir lok tónleikanna var fílingurinn svo mikill á okkur, að fáninn á búningnum mínum þaut af, og varð ég því að flagga prikinu í lokin á Declare Independence.

Í dag líkur dvöl okkar í Póllandi, en við höfum dvalið í heilsubænum Sopot.
Þetta er afskaplega notalegur bær, með strönd og alles.
Þykir mér sérstakt hversu öryggisgæslan er mikil hér í Póllandi.
Það eru lífverðir á hótelgöngunum og í lobbýinu allan sólarhringinn, og við keyrðum í gær á festivalið í lögreglufylgd.
Síðar í dag munum við síðan fara til Danmerkur, en við spilum á Hróarskeldu á fimmtudaginn. Víhú.
Dagurinn í dag fer því aðallega í að dusta rykið af dönskunni og fjárfesta í pólskum vodka.

Það var ekkert svo hlýtt á ströndinni


Í lögreglufylgd


Í þessu flugskýli var haldið reif


Sviðið sem við spiluðum á


Bloc party


Bloc party áhangendur


Allt að gerast korteri fyrir tónleika