Það var heljarinnar stöð.
Arcade Fire voru að spila á undan okkur og vildu þau endilega fá okkur brasspíurnar til að spila með í lokalaginu þeirra "Wake Up". Það var nú ekkert svo leiðinlegt.
En nú er öðrum hluta túrsins lokið, þ.e.a.s. Evrópuhlutanum, og erum við í þriggja vikna fríi þar til næsti túr tekur við.
Læt hér fylgja nokkrar myndir úr liðinni viku:
Sylvía, Bergrún og ég að túristast aðeins í Genf

Spilað í gegnum glugga

Söngvarinn í Arcade Fire kennir okkur laglínuna góðu

Systir Napoleon Dynamite hékk aðeins með okkur

Við dressuðum okkur upp áður en við spilðum með AF

Særún fléttaði Sigrúnu eins og hún ætti lífið að leysa

En nú er ég sumsé komin heim sem er ansi notalegt.
Góðar stundir,
Valdís